Menntamál - 01.12.1963, Page 87
Frá skólum Reykjavíkur.
Barnaskólar haustið 1963.
Samkvæmt íbúaskrá Reykjavíkur og spjaldskrá fræðslu-
skrifstofu Reykjavíkur eru nú 9370 börn á barnafræðslu-
aldri í Reykjavík. Af þeim eru um 8650 í barnaskólum
borgarinnar, eða 92,3%. Þau börn, sem á vantar, eru í
einkaskólum, aðallega æfingadeild Kennaraskólans, Skóla
ísaks Jónssonar, Landakotsskóla og Aðventistaskólanum.
Þó eru ætíð fáein börn, sem njóta sérkennslu utan skólanna,
vegna vanheilsu eða vanþroska. Einnig dvelja nokkur börn
utan borgarinnar.
S.l. vetur voru 8470 börn í barnaskólum Reykjavíkur, og
nemur því aukningin 180 börnum. Bekkjardeildum hefur
fjölgað um 5 eða úr 317 í 322.
Starfandi fastir kennarar við barnaskólana eru nú um
250 og auk þeirra 54 stundakennarar. S.l. vetur voru föstu
kennararnir 246 og stundakennarar 30.
Gagnfrœðasltólar haustið 1963.
I skólum gagnfræðastigsins eru nú 4680 nemendur í 170
bekkjardeildum. Á s.l. skólaári voru nemendur gagnfræða-
skólans 4490 í 167 deildum. í gagnfræðaskólunum hefur
því fjölgað um 190 nemendur. Nemendur gagnfræðaskól-
anna skiptast þannig:
í skyldunámi á gagnfræðastigi, I. og II. bekk, eru nú um
2900 nemendur í 102 bekkjardeildum. í 3. bekk eru 1140
nemendur í 43 deildum og í 4. bekk 640 nemendur í 25
deildum.
Af þessu er ljóst, að af þeinr 1211 nemendum, sem stóð-
ust unglingapróf hér í Reykjavík s.l. vor og luku þar með