Menntamál - 01.12.1963, Page 93
r
Guðmundur I. Guðjónsson sextugur
Þann 14. maí síðastlið-
inn varð Guðmundur í.
Guðjónsson sextugur. Guð-
mundur lauk kennaraprófi
1925. Jafnan síðan hefur
hann stundað nám eða
kennslu. Árið 1926 dvald-
ist hann við Tárna Folk-
högskola og 1927 í Folk-
skoleseminariet, Uppsöl-
um; 1931 sótti hann kenn-
aranámskeið í Náás, Sví-
þjóð, 1948 og 1954 dvaldist
hann við kennaraskóla í
Gautaborg, þá fór hann og
námsferðir til Norðurlanda
og Þýzkalands 1935 og 1947.
Ennfremur dvaldist hann
erlendis við nám orlofsár sitt 1956—1957.
Guðmundur liefur gegnt mörgum trúnaðarstörfum, með-
al annars setið í stjórn S. í. B., skólaráði, byggingarnefnd
Kennaraskólans o. fl., verið í ritnefnd Foreldrablaðsins og
í ritnefnd Kennaratals á íslandi frá upphafi, kennt á nám-
skeiðum og ritað um kennslufræðileg efni, einkum um
skrift og skriftarkennslu. Hann hefur kennt við Kennara-
skólann frá 1940 og verið æfingakennari frá 1947. Á síðast-
liðnu hausti varð hann ylirkennari við Æfingaskóla Kenn-
araskólans.
Það hefur verið kennarastéttinni og Kennaraskólanum
mikið lán að njóta starfa þessa nákvæma, vandvirka, stjórn-
Guðmundur í. Guðjónsson.