Menntamál - 01.12.1963, Page 95
Steinar GuSmundsson.
In memoriam.
Steinar Guðmundsson,
húsameistari, lézt laugar-
daginn 14. marz s.l.
Steinar var fæddur í
Stykkishólmi 10. júlí 1907,
lærði húsasmíði og vann
við þau störf um sinn, en
lauk síðar húsameistara-
námi við Tekniska högskol-
an og Tekniska institutet
í Stokkhólmi. Kom hann
heim að loknu námi 1943.
Vann hann fyrstu árin á
eigin teiknistofu, en réðst
til húsameistara ríkisins
1953 og vann þar síðan.
Hið nýja hús ICennara-
skólans markar tímamót í
sögu hans. Steinar var arkitekt þess húss, teiknaði það og
hafði eftirlit með öllum framkvæmdum. Sá áfangi, sem
nú er risinn af grunni, er um það bil helmingur aðalhúss-
ins, svo sem Jjað er fyrirhugað, en auk Jjess varð arkitekt
Jxíss að gera ráð fyrir mörgum öðrum nauðsynlegum mann-
virkjum á lóð skólans, svo sem íþróttamannvirkjum, æf-
ingaskóla, húsnæði fyrir handavinnukennslu, heimavist o.
fl. Hið sýnilega hús er Jjví næsta takmarkaður hluti af því
verki, er Steinar hlaut að vinna í þágu Kennaraskólans.
Ennfremur eru svo mikilvægir hlutar hússins ógerðir, að
Steinar Guðmun dsson.