Menntamál


Menntamál - 01.12.1963, Síða 115

Menntamál - 01.12.1963, Síða 115
MENNTAMÁL 201 væri á skólaborði hvers einasta 7, 8 og 9 ára barns, sem orðið er nokkurn veginn læst og eitthvað kann að draga til stafs. Þann hátt mætti hafa á, þegar kennarinn hefur útskýrt rækilega það, sem fyrir er tekið hverju sinni, semji börnin sjálf frá eigin brjósti, segi frá í myndum og máli. I frásögn sinni styðst nemandinn við bókina, útskýringu kennarans, mynd eða myndir og síðast, en ekki sízt, það, sem hann sjálfur þekkir af eigin sjón og reynd. Með því finnst nemandanum, að verkið sé hans að fullu og öllu. Og sú tilfinning eflir án nokkurs efa drjúgum áhuga hans, sjálfstæði og sjálfstraust. Getur það orðið síðar á lífsleið- inni sá trausti grundvöllur, sem bókstaflega allt nám og starf grundvallast á innan skóla og utan. Oft heyrist um það kvartað, og það ekki ævinlega að ástæðulausu, að orðaforði margra skólabarna sé lítill og mun minni en vera ætti eltir aldri þeirra. Hér er sjálfsagt mörgu um að kenna, og verða þær ástæður ekki raktar í þessu sambandi. En hver sem sökin er eða liverju sem um er að kenna, er þetta vandamál oftsinnis örlagaríkara en séð verður yfir í fljótu bragði. Orðfæð barna verður þeim fjötur um fót við allt nám og strax í upphafi sá þröskuldur, sem þau geta tafizt við um ófyrirsjáanlegan tíma. Enda þótt Leiðsögn í átthagafræði sé fyi'St og fremst ætluð skólum, má ekki loka augunum fyrir þeirri stað- reynd, að með henni fá foreldrar í hendur ómetanlegt hjálpartæki í vandasömu starfi, — því starfi að kenna barni sínu að tala. Ekki má þó skilja orð mín svo, að uppalendur yfirleitt hafi þangað nokkurn áður ókunnan fróðleik að sækja sér til handa. En foreldrar, sem flestir eru störfum hlaðnir langt umfram það, sem vera ætti, fá í bókinni fjöl- þætt efni, vel skipulagt og niðurraðað, sem minnir á og leiðbeinir. Eftir því er auðvelt að kenna barninu nöfn hlnta nær og fjær svo og algengustu hugtaka, einnig vísur og kvæði, sem með viðtali við barnið gæti vakið hjá því
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.