Jörð - 01.10.1941, Page 26
atvinnuskækjur. Og það er staðreynd, að vaxandi fjöldi for-
eldra og aðstandenda fær á engan hátt við ráðið, ef stúlkur
eru komnar yfir lögaldur, heldur verða að liorfa á þær hald-
andi ofa’n Iiála hraut, þólt þau ættu visa beztu staði fyrir
þær utanbæjar, úr sollinum. En það blasir líka við sú stað-
reynd, að góðar og gegnar manneskjur eru svo blindar á
þá hættu, sem börnum þeirra er búin, að hrein fyrirmun-
un er. Ég veit um konu, sem hefir bezta orð, sem svaraði
því til, er liún var aðvöruð um einfarir ungrar dóttur benn-
ar á þessa dansa, „að hún fyndi ekkert athugavert við það;
þetta væru menn, rétt eins og við, líklega hvorki verri né
betri“. Það er vafalaust alveg rétt, en kemur bara ekki þessu
máli við. Það, sem máli skiptir í þessu efni, er það, að það
fær enginn, hvorki klerkar né mæður, setuliðsmennina hér,
hvort sem þeir ern aðkomnir austanhafs eða vestan, til
þess að líta á stúlkur, yngri sem eldri, sem einar koma á
slíka staði, öðruvísi en sem vændiskonur, samkvæmt
landsvenjum, sem erlendis eru.¥ Og þá verður að segja
þessari móður, sem hyggur þessar gildaskálaferðir dóttur
sinnar meinlausar, og öðrum, sem líkt hugsa, að það er æði
bætt við, að eftirleikurinn kunni stundum að verða nokk-
uð óvandur, — og, að þær mega þá eingöngu sér sjálfum
um kenna, en ekki setuliðinu. Og ég vil segja — engu siður
þeim, sem hugsa eins og þessi kona í einfeldni sinni, en
hinum, sem þykir hæfilegast að afgreiða þessi viðfangs-
efni með lélegri fyndni, — að það á sannarlega við í þessum
efnum, að hver sem þykist standa, liann gæti að sér að
hann ekki falli: Að bver, sem heldur, að þetla geti ekki hent
sín og annarra góðra manna börn, skyldi því varlega trúa.
Þvi að hér er ekki að ræða um fyrirfram ákveðna sáluhjálp,
á Kalvíns visu; hér er ekki um að ræða, að sum börn eða
unglingar séu endilega fyrirfram ákveðnir til lausungar,
beldur er hér að ræða um bráðsmitandi pest, sem getur
borizt á jafnvel þrifnustu heimili, ef ekki er aðgert í tíma.
* Sbr. grein ameriska blaðsins, sem birtist þýdd í „Vísi“ 25. Sept.
s.l. og glefsur eru fluttar úr í þessu hefti, bls. 338. — Ititstj.
328 jöRÐ