Jörð - 01.10.1941, Page 40
2. Það, sem mér í fljótu bragði dettur helzl í hug. til
að hæta ])að ástand, sem nú er, er fyrst og fremst að
koma á náinni samvinnu meðal kennara og foreldra í
þessum efnum. T. d. með því að þessir aðilar liéldu sam-
eiginlega fundi, þar sem mættir væru einn eða fleiri góðir
fyrirlesarar, sem nytu trausts og virðingar almennings.
Leiðheindu þeir háðum þessum aðilum og skýrðu fyrir
þeim, hvernig heppilegast væri liagað uppeldi unglinga
i siðferðis- og kynferðismálum. Þessir fundir væru svo
um leið samræðufundir, þar sem fyrirspurnum væri svar-
að og ný vandamál væru rædd. í öðru lagi, að karlmenn
gjörðu sér það ljóst, að framkoma þeirra gagnvart kven-
fólkinu hefir oftast nær úrslitaþýðingu í þessum málum.
Flestir karlar krefjast þess, að núverandi eða tilvonandi
maki þeirra sé heiðvirður og óspilllur og sjálfum þeim
trúr. En ])essi krafa þeirra krefst líka þess, að þeir sýni
þá það með framkomu sinni, að þeir vilji vinna að því,
að sem flestar stúlkur og konur geti orðið við þessari
kröfu þeirra; livergi kemur það skýrar fram en i siðferðis-
málunum, að sérhver á einungis heimting á að gjöra þær
kröfur lil annara, sem hann gjörir til sjálfs sín, — aðr-
ar ekki. í þriðja lagi verður lieimilislífið að hatna frá
því, sem nú er allt of víða. Virðing barna fyrir foreldr-
um og fullorðnum virðist mér minni nú en áður. Álít ég,
að ])að standi að nokkru leyti í samhandi við breyttar
uppeldisaðferðir í skólum og sumpart á heimilum; upp-
eldisaðferðir, sem máske eru góðar og hafa gjört gagn
erlendis, enda vaxið þar upp úr þjóðlífinu, en komið oí
miklu róti og losarahrag á uppeldið hjá okkur, — senni-
lega af því, að þær hafa ekki vaxið upp úr okkar jarð-
vegi og við ekki getað melt þær enn. Af góðu heimilis-
lífi leiðir áreiðanlega gott líf utan lieimilis. í fjórða lag1
og ekki sizt, þarf að auka hindindisstarfsemina í land-
inu á aðlaðandi hátt og alstaðar þar, sem lienni verður
við komið. Forystumenn þjóðarinnar og aðrir áhrifamenn
verða að koma sér saman um heppilega úrlausn þessa
máls og hætta að krefjast aukinnar bindindisstarfsemi 1
342 jöbð