Jörð - 01.10.1941, Qupperneq 46
Nú liggur fyrir þjóðarheildinni og einstaklingunum að
hefja allsherjar hjörgunarstarfsemi til þess að lijálpa þeim
iingu stúlkum, sem hafa ratað i raunir og vansæmd. Til
þess þarf vinnuskóla með heimavist og' fl. og fl., sem er
oflangt mál til þess að rekja liér, enda hafa komið og
munu koma fram margar ágætar tillögur um úrlausnir
á þessu mikla vandamáli. Kynlegt þætti mér, ef ekki tæk-
izt að fylkja liði um svo stórfellt og þýðingarmikið mál-
efni. Hitt þykir mér líklegra, að allur þorri liugsandi og
velviljaðra manna taki nú höndum saman um framkvæmd
róttækra ráðstafana til þess að bjarga æsku þessa lands
í nútíð og framtíð og jafna uppvaxtarkjör barna.
Reykjavík, 16. september 1941.
Friðrik J. Rafnar vígslubiskup:
ISVAR. Ég álít ekki, að siðferðisástand kvenfólksins
• (eða mjög verulegs hluta þess) í hæjum landsins hafi
gerhreytzt til hins verra við tilkomu setuliðsins, heldur hafi
veilur þær, sem lalsvert var farið að bera á undanfarin :ár,
orðið augljósari og vakið meiri athygli.
2. SVAR. Spurningin snertir aðeins Reykjavík. Treyst-
íst því ekki til að segja neitt um liana.
3. SVAR. í sambandi við 1. spurninguna lét ég í ljós,
að ég áliti ekki, að siðferðisástand kvenna hefði stórbreytzt
til hins verra. Get ég því eklci talið, að um ahnenna lniign'
un sé að ræða frá því, sem verið hefir. Undantekningar og
nokkur dæmi til hins gagnstæða má þó vafalaust henda a.
En til þess liggja fleiri ástæður, en frá yrði greint í stuttu
máli. Ræirnir hafa stækkað, samgöngur við útlönd og mn'
anlands aukizt, viðhorf liinar yngri kynslóðarviðkynferðis-
og siðgæðismálum gerbreytzt á síðustu áratugum um heim
allan, og þá eðlilega einnig hér. Þetta verður ekki á neinn
hátt setl í samhand við lmignandi trúarlíf, því ef alls ei
gætt, orkar mjög tvímælis um, hvort trúarlíf þjóðarinnar
almennt sé í hnignun. Það hefir breytzt á síðustu áratugum,
348 JÖBÐ