Jörð - 01.10.1941, Qupperneq 128
már á henni, að hún væri húin að týna kverinu niður.
Þetta létti ofurlítið á minni samvizku: að fleiri væru
þó með sama marki brenndir og ég. Annars fannst mér
biskupinn ekkert eiga til þess að fara að rekja úr mér
garnirnar. Það var þó búið að klína á mig fermingunni
og ekki yrði það aftur tekið.
Auðvitað lagði móðir mín allt það, er hún hafði til,
eins og vinnu, smér og rjóma og eldivið, til þess að við-
búnaðurinn vrði sem beztur. En ekki máttum við bræð-
urnir koma nálægt þessum réttum, sem verið var að mat-
búa, og sultum við allan daginn, meðan á þessum ósköp-
um stóð, því að móðir mín vildi ekki liafa annan mat
uppi, fyrr en biskupinn væri farinn.
Ég var sunnan við tún, þegar biskupsfylgdin kom of-
an hálsinn. Þótti mér það tignarleg sjón, að sjá þessa
mörgu menn í fylkingu á bestbaki. Fóru þeir um tíu
saman og liöfðu að auki nokkra áburðarbesta undir far-
angri. Nokkrir bændur úr Höfðabverfi liöfðu slegizt í för
með síra Árna, sem tekið hafði forystuna i ferðalaginu.
Höfðingjarnir riðu svo bvatlega i hlaðið, að ég komst hjá
því að snúast í kringum besta þeirra. Ég vissi heldur
ekki almennilega, hvernig ég ætti að Iieilsa biskupnum
eða taka kveðju bans, og varð ég raunar því feginn, að
sleppa bæði við bestana og kveðjurnar. Og lieldur litió
fannst mér fara fyrir mér, bvort sem var á blaðinu eða
heima í bænum, eftir að böfðingjar þessir voru komnír,
og var líkast því, sem þeir befðu náð borg á vald sitt
með áldaupi. Ekki þurfti ég að spyrja eftir því, bver bisk-
upinn var, og þótti mér vel við eiga, að bann skæri sig ur
að tiguleik og klæðum.
Sveinn sonur biskups var með í förinni, ör og ungleg'
ur. Hann var svo lítillátur, að liann gaf sig á tal við nug>
meðan bann þvoði af reiðstígvélunum sínum við bæjar-
lækinn. Spurði bann mig þá eftir örnefnum í Þorgeirsfirði.
Eftir að gestirnir böfðu drukkið kaffi í Litlu-stofu, gengu
þeir lil kirkju, og fór þar fram vegleg atböfn. Varð mer
starsýnt á biskupinn í dýrlegri bempu og með silfurkross
430 JÖRU