Prestafélagsritið - 01.01.1922, Page 5
Prestafélagsritiö*
NOKKUR ORÐ UM NÝJUSTU KIRKJU-
SAMEININGARSTARFSEMINA.
Eftir H. Hoffmeper stiftprófast.
Hirkjulegu alheimsmótin tvö, er haldin voru í ágústmánuði
1920 í Genf á Svisslandi, tóku sér bæði orðið j>reunion«,
»endursameining«, að einkunnarorði. Engin furða, þótt ein-
mitt þetta orð hafi sterk áhrif á hugi manna á þessum tím-
um. Vér höfum lifað hina miklu sundrun. Heimsstyrjöldin
hefir sundrað mönnunum svo raunalega.
Vér höfum orðið varir þeirra áhrifa, sem hugsun Wilsons
um endursameiningu þjóðanna hafði á ótölulegan fjölda manna,
einkanlega meðal smáþjóðanna.
Mikil sveit kirkjunnar manna á fund með sér, og hvernig
mátti annað vera, en að þeir æsktu sameiningar? Þeim gat
ekki dulist nauðsyn þess, að reyna til að lækna hið lamaða,
að brúa gjána, að endursameina.
En gott er og gleðilegt að hugsa til þess, að menn höfðu
haft þessi alheims-kirkjumót og stefnuskrá þeirra í huga áður
en stríðið skall á.
Ljósast má sjá þetta að því er snertir síðara mótið; því
þegar á árinu 1910 tók enska biskupakirkjan í Vesturheimi að
vinna fyrir endursameiningarhugsjónina. Það var hin alvarlega
kirkjusundrung þar, sem vakti þörf og áhuga á sameiningu. Og
þegar Edinborgarráðstefnan árið 1909 hafði sýnt, að menn gátu
tekið höndum saman um kristniboðsstarfsemina, þá lá nærri að
ætla, að svipuð samheldni gæti yfirleitt komist á kirkjufélag-
anna á milli.
Auðsætt var, að eitthvað varð að vera sameiginlegt fyrir alla,
og með því að það var enska biskupakirkjan, sem hafði forust-
una, varð þetta eitthvað táknað með orðunum „faith and
1