Prestafélagsritið - 01.01.1922, Qupperneq 12
Prestafélagsrttið.
SÉRA PÁLL BJÖRNSSON í SELÁRDAL.
NOKKUR MINNINGARORÐ.
Eftir Hatmes Þorsteinsson.
Ritstjóri Prestafélagsritsins hefir mælzt til þess, að eg skýrðf
lesendum þess í nokkrum dráttum frá æfiferli og æfistarfi séra
Páls prófasts Björnssonar í Selárdal, sem telja má hinn mikil-
hæfasta og lærðasta klerk þessa lands á síðari hluta 17. aldar,
en um hann hefir harla fátt og sízt skjallega ritað verið hingað
til. Hefi eg gjarnan viljað verða við þessum tilmælum, með
því að eg hefi rannsakað efni þetta allítarlega í sérstakri rit-
gerð, er birtast mun á prenti annarstaðar, og verð eg að vísa
þangað þeim, sem frekar vilja um þetta fræðast, því að hér
verður mjög fljótlega yfir sögu farið, og naumast nema á
handahlaupum, ef svo mætti að orði kveða.
Séra Páll var fæddur í Saurbæ á Rauðasandi árið 1621,
að því er næst verður komizt, þ. e. fyrir rúmum 300 árum.
Hann var af góðu bergi brotinn í báðar ættir, sonarson Magn-
úsar sýslumanns hins prúða Jónssonar frá Svalbarði og dóttur-
son séra Arngríms lærða Jónssonar á Melstað. Fjórtán ára
gamall misti hann föður sinn (1635) og erfði eftir hann mikið
fé, en hálfbróðir hans, Eggert sýslumaður Björnsson hinn ríki,
síðar á Skarði, mun hafa komið honum í Hólaskóla, og falið
hann á hendur svila sínum, Þorláki biskupi Skúlasyni. Fékk
biskup brátt miklar mætur á piltinum, er brátt þótti skara
fram úr öðrum skólabræðrum sínum að gáfnaskarpleik, still-
ingu og siðprýði. Um tvítugsaldur útskrifaðist hann úr skól-
anum, og sigldi þá þegar til háskólans (1641), tók sér hinn
nafnkunna Ola Worm fyrir einkakennara, stundaði þar nám
3 ár, og æfði sig allmjög í kappræðum, er þá tíðkuðust
meðal stúdenta, fékk embættisprófsvottorð (attestas) og varð