Prestafélagsritið - 01.01.1922, Blaðsíða 14
10
Hannes Þorsteinsson:
Prestafélagsritið.
höndum, er alt var eignað myrkrahöfðingjanum og fulltrúum
hans — galdramönnunum. Og þessi fáránlega hjátrúar- og
heimskualda gekk ekki að eins yfir þetta land á 17. öld, heldur
víðast hvar yfir alla Norðurálfuna, sem alkunnugt er. Og lærðu
mennirnir voru sannarlega ekki hóti betri en ómentuð alþýða í
þessu hjátrúarringli og ofstækisfullu ofsóknum, sem af því leiddu.
Það tjáir því ekki að leggja mælikvarða nútíðarinnar á þau
hermdarverk, er þá voru unnin í nafni réttvísinnar á saklaus-
Um eða afvegaleiddum fáráðlingum. Allur aldarandinn var
spiltur og sýktur af þessari farsótt: blindri hjátrú og ofboðs-
legum ótta við »makt myrkranna«, er lýsti sér í taumlausu
ofstæki og ofsóknum gegn öllum grunuðum erindrekum þessa
myrkravalds, »þýjum Satans«, galdramönnunum. Þessi ógeðs-
legi aldarspegill kemur allljóst fram í Píslarsögu séra Jóns
Magnússonar þumlungs á Eyri í Skutulsfirði. Og það var
einmitt í galdramáli hans, eftir brennu þeirra Kirkjubóls-
feðga (1656), að séra Páll komst fyrst í kynni við slík mál,
er síðar urðu honum að þeirri óheillaþúfu, er hann hnaut
svo hraparlega um, að nafn hans hefir síðan verið illa ræmt
í sögu þjóðarinnar, þótt þekking flestra í þeim efnum hafi
aðallega ekki bygzt á öðru, en bréfi hans til lögréttunnar
vorið 1669, sem prentað er í Arbókunum, 7. deild, og hinu
fáa, sem Selárdalsmálanna er þar að öðru leyti getið. En
það er ekki einhlítt til að »fordæma« manninn. Hér verður
ekki getið um einstök atriði galdramála þeirra, er séra Páll
var við riðinn, því að það yrði of langt á þessum stað. En
þá var séra Páll nær fimtugur, er hann lét fyrst alvarlega til
sín taka í galdramanna-ofsóknum, eftir að Helga kona hans
veiktist undarlega veturinn 1669. Voru veikindi hennar þegar
eignuð göldrum, og maður nokkur þar í grend (Jón Leifs-
son) fyrir sök hafður. Urðu þá svo milil býsn í Selárdal af
þessum galdragangi, að séra Páll, kona hans og heimilisfólk
flúðu staðinn og höfðust við á öðrum bæ, þangað til Jón var
tekinn, dæmdur og brendur heima í héraði af Eggert sýslu-
manni, bróður séra Páls. Sama haustið (1669) dæmdi Þor-
leifur lögmaður og lét brenna í Húnavatnsþingi annan mann