Prestafélagsritið - 01.01.1922, Síða 17
Prestaféiagsritið. Séra Páll Björnsson í Selárdal. 13
farganið stóð sem hæst, hefir séra Páll samið ritið Character
bestiæ, sem er fult af ótal kynjasögum um illræði djöfulsins,
galdra og fordæðuskap, mjög blandað austurlenzkri töfrafræði
(magi). Og einmitt í þessari kynjafræði hefir séra Páll þótzt
finna sannanir fyrir raunveruleik galdranna og skaðræði illra
anda. Og hann hefir sökt sér svo djúpt ofan í alla þessa
dulfræði og töfra, að hann hefir orðið harðsannfærður um, að
þetta væri sannleikur, sem ekki yrði við haggað, og þá er
skiljanlegt, að hann, jafnmikill trúmaður og áhugamaður, berð-
ist fast og óþyrmilega til að uppræta þetta illgresi — galdra-
snápana — úr akri drottins. Hann þrumar þá í ræðum sín-
um gegn þessu illþýði, með svo kjarnmiklum og kröftugum
orðum, að ]ón biskup Vídalín hefði naumast gert það svæsn-
ara í hinum mestu refsiræðum sínum gegn Satan og syndur-
unum. En þá er mesti ofsinn fer að réna hjá séra Páli, eftir
að Þorleifur Kortsson er úr sögunni, fer hann að snúa sér
að öðrum viðfangsefnum, leggur dulspekina og heimspekilega
moldviðrið á hilluna og tekur að snúa ýmsum bókum ritning-
arinnar úr frúmmálinu (hebresku og grísku) á íslenzku, fyrst
nokkru af gamla testamentinu, t. d. Davíðssálmum, Spádóms-
bók Esajasar, Jobsbók og Orðskviðum Salómons, en því næst
öllu nýja testamentinu fyrir tilhlutun Þórðar biskups. Þá semur
hann og Kennidómsins spegil, einskonar prédikunarfræði eða
leiðarvísi í ræðugerð, og margar prédikanir, f. d. 24 prédik-
anir um pínu og dauða ]esú Krists, prédikanir út af sjö
orðum Krists á krossinum og margar smærri prédikanir og
ritlinga. Og við þessa nýju starfsemi færist meiri ró og kyrð
yfir huga hans, hinn fyrri stormhvinur og stóryrði lægjast, og
stíllinn verður mýkri og viðkvæmari en fyr. Það eru þessi
straumhvörf, er taka verður tillit til, ef dæma á séra Pál rétt.
Hann er ekki sami maður á 10 ára tímabilinu 1669—1679,
þá er æsingaöldurnar ganga sem hæst, eins og hann er síðar,
þá er hann víkur inn á svið fagnaðarerindisins til Krists og
nýja testamentisins. Það er eins og hann afklæðist hinum
gamla manni og íklæðist nýjum, eins og hann vakni af vond-
um draum eftir 10 ára óráðsvímu, þar sem hann hefir ekki