Prestafélagsritið - 01.01.1922, Qupperneq 18
14
Hannes Þorsteinsson:
Presiafélagsritiö-
verið fyllilega með sjálfum sér, eða haft fulla stjórn á orðum
sínum og gerðum. En þetta má ekki skilja svo, að um alger
skoðanaskifti sé að ræða hjá séra Páli, heldur aðeins um
skoðanabreyting, sem breyttur tíðarandi hefir auðvitað átt
mikinn þátt í, því að það var nú ekki lengur talin gjaldgeng
vara, sem góð þótti, þá er ofstækisóráðið stóð sem hæst hjá
fólkinu. Séra Páli mun aldrei hafa orðið ljóst, að hann haft
gengið feti framar en rétt var í ákafa sínum, en annars er
ekki unt að segja neitt ákveðið um slíkt. Vér vitum aðeins,.
að í prédikunum hans verður ekkert vart við sjálfsásakanir,.
er bendi til afturhvarfs og iðrunar fyrir framkomu hans fyrr-
um, nema aðeins almenns eðlis, um syndasekt mannanna yfir-
leitt, bæði sjálfs hans og annara, eins og tíðkanlegt er í
ræðum. Hitt er ókunnugt um, hvað hann hefir í bænum sín-
um játað fyrir drotni sínum einslega, en enginn vafi er á
því, að skoðanir hans hafa mjög breytzt í þessum efnum á
síðari æfiárum hans.
Séra Páll andaðist 23. okt. 1706, hálfníræður að aldri
og saddur lífdaga, en Helga kona hans var látin 2 árum
áður. Hafði hann verið óþreytandi starfsmaður við ritstörf
fram á síðustu elliár, og hefir afkastað furðulega miklu að
vöxtum, sérstaklega í biblíuþýðingum og miklum ræðubálkum,
auk annara rita, sem' alt er óprentað og enn órannsakað að
mestu. En sú rannsókn væri nægilegt verkefni í sérstaka rit-
gerð. Er svo að sjá á bréfum frá síðustu æfiárum hans, að
hann hafi verið orðinn þreyttur á lífinu og fundið sárt til
þess, að hann hafi ekki getað neytt hæfileika sinna á réttan,
hátt, eytt Iangri æfi til lítils gagns, útilokaður frá umheim-
inum og allri samblendni við lærða menn í deyfð og fásinni á
útkjálka vestur í Arnarfjarðardölum. En það verður samt aldrei
af honum dregið, að hann var ekki aðeins lærðasti prestur
landsins á sínum tíma, heldur einnig hinn andríkasti og mælsk-
asti kennimaður, er þá var uppi, og hefir víst enginn staðið
honum þar á sporði, nema ef til vill séra Hallgrímur Péturs-
son, þótt hann sé ekki sérstaklega kunnur sem mælskumaður.
En annars er ekki unt að bera þá tvo saman, því að séra