Prestafélagsritið - 01.01.1922, Page 19
Prestafélagsritið. Séra Páll Ðjörnsson í Selárdal. 15
Hallgrímur er frægastur sem trúarskáld, en séra Páll alls ekki
neitt á því sviði, og ekki kunnur sem höfundur að einu ein-
asta frumkveðnu sálmversi. En þýðing hans fyrir íslenzku
kirkjuna er mikil samt, því að eg er í engum vafa um, að
hann má með réttu teljast kennari ræðuskörungsins mikla,
]óns biskups Vídalíns, í mælsku og ræðusnild. Séra Páll og
hann voru náskyldir — systkinasynir — þótt aldursmunur þeirra
væri mikill. Var ]ón Vídalín hjá frænda sínum vestur í Selár-
dal einn eða tvo vetur til að fullkomna sig f grísku og he-
bresku, áður en hann sigldi til háskólans 1687, og má ganga
að því vísu, að séra Páll hefir haft mikil áhrif á hinn unga,
gáfaða frænda sinn, er þá hefir eflaust fengið góða tilsögn
í málsnild og ræðuflutningi og stigið stundum í stólinn
þar í Selárdal, til að æfa sig. Ræður þeirra séra Páls og
biskups eru og mjög keimlíkar, sama mælskugnóttin, sami
kraftur og alvöruþungi í orðunum, bæði í áminningum og
fyrirbænum. Að minsta kosti þekki eg engan kennimann ís-
lenzku kirkjunnar fyrir daga Jóns biskups, er þoli samanburð
við hann sem prédikara, nema séra Pál einan. Mætti um
þetta margt fleira segja, en hér er aðeins á þetta bent, af
því að það hefir ekki fyr athugað verið. íslenzka kirkjan
stendur því í mikilli þakkarskuld við séra Pál, sem fyrirrenn-
ara og fyrirmynd Jóns biskups Vídalíns, og ætti það að vera
einhlítt til þess að halda á lofti minningu þessa mikilhæfa
Selárdalsklerks meðal íslenzku þjóðarinnar og sérstaklega ís-
lenzku klerkastéttarinnar á ókomnum öldum.