Prestafélagsritið - 01.01.1922, Síða 24
20
Freysteinn Gunnarsson:
Prestafélagsritið.
Þann 14. september 1916 átti yfirnefndin með sér mjög
hátíðlegan fund í Stórkirkjunni í Stockhólmi. Lýsti erki-
biskupinn þar yfir því, að þegar væru komin loforð um
450,000 kr. til afmælisgjafarinnar. Á þeim fundi var sam-
skotanefndin kosin og valdir skrifarar og gjaldkerar til þess
að sjá um reikninga og bókfærslur samskotanna. Ennfremur
var þá samþykt áskorun til allrar þjóðarinnar um almenna
þátttöku í samskotunum. Til frekari undirbúnings og vakn-
ingar meðal almennings var dreift út fjórum smáritum, sem
höfðu að innihaldi bæði upplýsingar um siðabótina sjálfa, sér-
einkenni hennar og þýðingu, og svo úpplýsingar um sam-
skotastarf þetta, takmark þess og þýðingu fyrir sænskt trúar-
líf. Utdráttur úr smáritum þessum og ýmsar greinar um málið
voru síðan birtar í blöðunum um land alt.
Skal nú ekki fara fleiri orðum um tildrög og undirbúning
málsins, en víkja heldur í fám orðum að framkvæmdunum
sjálfum og árangrinum.
Tilhögun samskotanna og árangur. Af því, sem áður hefir
sagt verið, má að nokkru leyti ráða um tilhögun samskotanna
í aðaldráttunum. Skal því lýst hér nokkru nánar. Til hand-
leiðslu og umsjónar samskotunum var í hverju stifti valin svo-
nefnd stiftisnefnd. Var hún valin af biskupi stiftisins, og var
hann í flestum stiftunum formaður nefndarinnar. Nefndir
þessar völdu svo aðrar framkvæmdarnefndir, sem aftur tóku
sér til hjálpar bæði menn og konur víðsvegar um stiftið. 1
hverju stifti samdi stiftisnefndin sérstaka áskorun til allra
safnaða stiftisins um þátttöku í samskotunum. I mörgum
hverjum af áskorunum þessum er athygli almennings beint að
þeirri sérstöku þýðingu, sem siðabótin hefir haft einmitt fyrir
það hérað, sem um er að ræða.
Hver söfnuður var eitt samskotasvæði, og veitti presturinn
gjöfunum móttöku og bar ábyrgð á, að þeim væri til skila
komið. Þar sem um stóra söfnuði var að ræða, var þeim
skift í fleiri samskotasvæði.