Prestafélagsritið - 01.01.1922, Page 27
Prestafélagsritið.
Gjöf sænsku kirkjunnar.
23
orðum um starfsemi þá og stofnanir þær, sem hér eru nefndar.
Skal hér um leið vísað til hvers liðar fyrir sig.
/. og 3. »Diakonissu«stofnunin á Ersta í Stockhólmi er sú
elzta og stærsta í Svíþjóð. Hún er sett á stofn árið 1851.
Byrjar mjög smátt. Er upphaflega aðeins lítið sjúkrahús, sem
rúmar 12 sjúklinga. Bráðlega var komið upp skóla í sam-
bandi við stofnunina, og eftir 2 ár var stofnað barnahæli, sem
stendur enn í dag og hefir fóstrað umkomulaus börn hund-
ruðum saman. Stofnunin vex svo ár frá ári og grípur stöðugt
inn á fleiri og fleiri verksvið. Arið 1906 bygði hún stórt
sjúkrahús. Auk þess og barnahælisins er þar nú björgunar-
heimili fyrir fallnar stúlkur, kvennaskóli fyrir fátækar stúlkur,
gamalmennahæli og kirkja og prestssetur. Aðalmarkmið starfs-
ins hefir verið og er það, að ala upp diakonissur bæði fyrir
stofnunina sjálfa og til að senda út í þjónustu safnaðannna.
Fyrir rúmu ári voru systurnar samtals 445. Þar af tæpur
helmingur heima á stofnuninni sjálfri. Hinar sendar út til
hjúkrunar og líknarstarfsemi á ýmsum stöðum. Og starfsemin
fer vaxandi ár frá ári. Fleiri og fleiri útibú eru sett á stofn
víðsvegar um landið. Stærst af þeim er »diakonissu«stofnunin
í Hárnösand, sem nú er reyndar orðin sjálfstæð stofnun. Hún
er stofnuð 1912. Starfsemin er samskonar, en er ætluð söfn-
uðunum í nyrzta hluta landsins, þar sem þörfin á slíkri líkn-
arstarfsemi er hvað mest.
2. »Samariterhemmet« í Uppsala var stofnað 1882. Var
það fyrst heimili fyrir fallnar stúlkur, en síðar bættist við
barnahæli og hjúkrunarstarf. Smátt og smátt tók það fyrir
flciri og fleiri verkefni, og er nú rekið að mestu leyti á sama
hátt og »diakonissu«stofnunin í Ersta, þótt nafnið sé annað.
Það hefir nú tit sinna umráða stóra og rúmgóða lóð í einu
úthverfi Uppsala, og er þar fjöldi húsa, stórra og smárra, sem
tilheyra stofnuninni. Og ný hús og nýir þættir starfseminnar
bætast við jafnt og þétt. Stærstu húsin eru »diakonissu«-
skólinn, með áfastri kirkju. Hafa systurnar heimili sitt þar.
Auk þess eru ’þar skólastofur, bókasafn og gististaður fyrir