Prestafélagsritið - 01.01.1922, Page 28
24 Freysteinn Gunnarsson: Prestafélagsritið.
ferðamenn. Áfast við stórhýsi þetta, sem er nýtt og að miklu
leyti reist fyrir fé það, sem stofnunin fékk af afmælisgjöf
siðabótarinnar, er stórt sjúkrahús, sem árlega tekur við fleiri
hundruðum sjúklinga. Er það talið eitt með beztu sjúkrahús-
um þar um slóðir. Auk þessa hefir stofnunin barnahæli og
kvennaskóla, sem er sérstakur í sinni röð. Er þar tekið á
móti fátækum, ungum stúlkum, og þeim kend allskonar heim-
ilisstörf, og eru þær síðan sendar í vistir að náminu loknu.
Ennfremur er þar sjúkrahús fyrir taugaveiklaðar konur. Margt
fleira mætti telja í sambandi við stofnun þessa. T. d. hefir
hún ýms útibú, og er það stærsta í nánd við Göteborg. Auk
starfseminnar heima fyrir sendir stofnunin árlega út bæði
»diakonissur« og safnaðarsystur. Safnaðarsysturnar eru ekki
eins bundnar við stofnunina, og námstími þeirra er ekki nema
11 /2 ár. Námstími »diakonissanna« er aftur á móti 4—5 ár.
Systrafjöldinn er nú að öllu samantöldu nálægt 300, og ár-
lega bætast við fleiri og fleiri.
4. »Diakoni«stoínunin á Stora Sköndal við Stockholm er
stofnuð 1898. Var þá fyrst norður við Gáfle, en var flutt til
St. Sköndal 1905. Starfsemin er að mestu leyti samskonar
og við áðurnefndar stofnanir, að því undanskildu, að hér er
um karlmenn, en ekki konur, að ræða. Stofnun þessi hefir
nú komið upp sjúkrahúsi og drykkjumannahæli. Auk þess
hefir hún sem útibú einskonar vinnuheimili fyrir fanga og
umrenninga. Fleiri og fleiri menn ganga í þjónustu hennar
árlega, og færir hún út starfssvið sitt jafnt og þétt.
Allar þessar fjórar stofnanir hafa varið afmælisgjöfinni mest-
megnis til nýrra húsabygginga, eða til þess að færa út starfs-
sviðið á annan hátt, enda fylgdi það skilyrði gjöfunum, að
þeim skyldi varið svo, að varanleg merki sæjust í framtíðinni.
5. Byggingarsjóður »diakoni«stjórnarinnar er stofnaður 1913,
og er takmark hans, að veita vaxtalaus lán til að reisa kirkjur
og kapellur og önnur hús í safnaðarþarfir. En slíkra húsa er
víða þörf, þar sem borgir og bæir rísa upp á skömmum
tíma, og kirkjurnar rúma ef til vill ekki meira en hálfan
söfnuðinn.