Prestafélagsritið - 01.01.1922, Blaðsíða 29
Preslafélagsritið.
Gjöf sænsku kirkjunnar.
25
6. Þeim lið skal varið til umbótar kirkjusöngnum á ýmsum
stöðum, auk þess nokkru af fénu til að kaupa Lúthersmyndir.
Var það alt ákveðið af gefendunum sjálfum.
7. Mestur hluti þess fjár er líka gefinn með ákveðnum skil-
yrðum og rennur til vissra safnaða. Annars er hér átt við að
mestu leyti samskonar starfsemi og nefnd er undir 1.—4. lið.
Aðeins ekki bundið við neinar ákveðnar stofnanir. Nokkru af
þessu fé skal líka varið til kristilegra námsskeiða og annarar
andlegrar starfsemi.
8. Sá liður er allur ákveðinn af gefendunum og skiftist
niður í ótalmarga staði, eftir þeirra fyrirsögn. Þarf annars
ekki frekari skýringar við.
9. Um þann lið skal þess eins getið, að tæpur helmingur
þess fjár rennur tii svonefnds læknatrúboðs. En því er svo
háttað, að læknar eru sendir út sem trúboðar, og byrja þeir
á því, að bæta líkamleg mein heiðingjanna, og vinna með því
traust þeirra og hylli. Er þá venjulega léttari leiðin til hjart-
ans á eftir. Þessháttar trúboð er nú rekið í stórum stíl, og
árlega er sendur fjöldi manna, sem auk undirbúnings undir
trúboðsstarfið sjálft hefir fengið læknamentun.
10. Fjellstedtsskólinn í Uppsala er mentaskóli fyrir fátæka
og trúhneigða unga menn. Taka þeir þar stúdentspróf. Skól-
inn er eingöngu ætlaður þeim, er síðar ætla að stunda guð-
fræðinám, og veitir hann nemendum sínum næstum ókeypis
fæði og húsnæði. Skóli þessi hefir mikla þýðingu í kristilegu
tilliti, ekki sízt nú, þar sem prestafæð mikil er í landinu.
11. Sú upphæð var veitt sem nokkurskonar námsstyrkur
fátækum guðfræðingum, og þarf sá liður engrar skýringar við.
12. Sigtunastofnunin er áður kunn lesendum Prestafélags-
ritsins, og skal því ekki farið út í að lýsa henni hér. Aðeins
skal það tekið fram, að í ráði er að stofna nýjan skóla í
sambandi við hana, svonefndan leikmannaskóla. Af fé þessu
renna kr. 25000 til hans. Til þessa skóla hefir þegar verið
safnað allmiklu fé, og mun ekki líða á löngu, að hann taki
til starfa. Takmarkið er, að menta leikmenn á skömmum
tíma í ýmsum prestlegum fræðum, og verða þeir síðan sendir