Prestafélagsritið - 01.01.1922, Blaðsíða 30
26
Freysteinn Gunnarsson:
Prestafélagsritiö.
út til aðstoðar prestunum í stærstu og erfiðustu prestaköllun-
um. Sérstaklega er slíkrar aðstoðar þörf í nyrzta hluta lands-
ins. Þar er strjálbýlt mjög og sóknir sumar svo stórar, að
ekki næst til prests nema 1—2 sinnum á ári. Eftir lýsingum
að dæma er ástandið þar í þessu efni engu betra en verið
hefir á Hornströndum heima á Islandi og í öðrum afskekt-
ustu bygðunum þar fyr á tímum. En þar sem skóli þessi er
ekki ennþá tekinn til starfa, verður honum ekki lýst nánar
að þessu sinni.
Þetta stutta yfirlit verður svo að nægja, og vona ég, að
það gefi nokkra hugmynd um, hvernig og í hvaða tilgangi
gjöfum þessum hefir verið varið.
Niðurlagsorð. Af öllu því, sem nú hefir sagt verið, kemur
það fram, að fjársöfnun þessi á siðabótarafmælinu er ekki
annað en einn liður í kærleiks- og líknarstarfsemi þeirri, sem
sænska kirkjan hefir með höndum. En sú starfsemi er þegar
fyrir löngu alment viðurkend sem einn af hinum sterkari
þáttum í trúarlífi þjóðarinnar. Auðvitað er það ekki tilgangur
kirkjunnar með þeirri starfsemi, að grípa fram fyrir hendur
þjóðfélagsins, sem skylt er að annast bæði sjúka og fátæka
samkvæmt borgaralegum lögum og ákvæðum. Þeim skyldum
er engan veginn létt af þjóðfélaginu með þessari þátttöku
kirkjunnar. Hinsvegar er það víst, að hversu vel sem þjóð-
félagið rækir þessar skyldur sínar, þá verður þátttöku kirkj-
unnar aldrei ofaukið. Til þess liggja aðallega tvær ástæður.
Onnur er sú, að þjóðfélagið nær aldrei til allra, sem bágt
eiga. Það hefir reynslan sýnt og mun sýna framvegis. Þar
verður því altaf autt verksvið fyrir þjóna kirkjunnar. Hin
ástæðan er sú, að þess verður ekki krafist af þjóðfélaginu,
að hjálpar- og líknarstarfsemi þess sé framkvæmd í kirkju-
legum og kristnum anda án þess að kirkjan sjálf hafi hönd í
bagga með. En þar í liggur einmitt aðaltakmark þessarar
kirkjulegu starfsemi, að hún vill láta allri sinni hjálpar- og
líknarstarfsemi vera samfara kristileg áhrif. Efnaleg og líkam-