Prestafélagsritið - 01.01.1922, Page 35
Presiafélagsritiö.
Bjartsýni kristindómsins.
31
Það var bjart yfir kenningu ]esú um Guð og um náð
hans. Alt líf ]esú sjálfs, eigi síður en kenning hans, bar vott
um vitund hans og sannfæringu um nálægð Guðs og lifandi
og sístarfandi afskifti af öllu mannlífinu og heiminum í heild
sinni. Prédikun ]esú var þrungin af þeirri hugsun, að öll
afskifti Guðs af mönnunum sé opinberun föðurlegrar elsku.
Og hann kendi, að afskifti Guðs af hverjum einstökum manni
stefndu að ákveðnu eilífu markmiði, og að öll kjör og að-
stæður mannlífsins ættu að skoðast í ljósi þessa eilífa mark-
miðs. Hjá ]esú var kærleikurinn þungamiðja guðshugmyndar-
innar. Kærleikurinn var samkvæmt kenningu ]esú insta og
dýpsta eðli guðdómsins, og alt annað í eðli Guðs og afskift-
um af mönnunum og heiminum í heild sinni á að miðast við
þessa kærleikseinkunn Guðs.
Það var einnig bjart yfir kenningu ]esú um guðsríla'ð. Með
þeirri kenningu sinni var hann að koma mönnum í skilning
um, að kærleiksvilji Guðs væri sterkasta aflið í heiminum.
Menn mættu ekki haldá að hið illa réði mestu í heiminum,
væri sterkasta aflið. Guðsríkið væri fólgið í yfirráðum Guðs í
heiminum, í því að vilji Guðs verði svo á jörðu sem á himni.
Æðstu yfirráð í alheimsstjórninni hefði vilji kærleiksríka föð-
urins þrátt fyrir alt og alt.
Það var bjart yfir kenningu ]esú um sjálfan sig, um að
hann væri af Guði sendur heiminum til hjálpræðis, til þess
að leita að hinu týnda og frelsa það. Það er bjart yfir kær-
leiksrödd hans, er hann segir: »Komið til mín, allir þér, sem
erfiðið og þunga eruð hlaðnir, og eg mun veita yður hvíld«.
Það er ennfremur bjart yfir. kenningu ]esú um mennina.
Um að hver einasta mannssál væri óendanlega mikils virði,
væri ósegjanlega dýrmæt í augum Guðs.
»AIt fagnaðarerindið er innifalið í þessari samfeldu heild:
Guð faðir, forsjónin, barnarétturinn og óendanlegt gildi manns-
sálarinnar«, segir prófessor Adolf Harnack í bók sinni: »Hvað
er kristindómur?« ]esús »lætur forsjónarhugmyndina ná óslitið
yfir mannkynið og veröldina, og liggja rætur hennar inni í eilífð-
inni; hann boðar, að það sé réttur og skylda að vera Guðs barn«.