Prestafélagsritið - 01.01.1922, Síða 39
Presfafélagsritið.
Bjartsýni kristindómsins.
35
bjartsýnn, þegar litið var til hans. Þá fyrst er litið var til
eilífðarlífsins, gat orðið bjart framundan. Alment varð á fyrri
tímum að hugsa sér, að heimur færi versnandi, og að öll
huggun væri bundin við eilífðarvonir trúaðs manns og skyndi-
leg afskifti Guðs af heiminum við endalokin.
Margur kristinn maður hefir verið samþykkur því, sem
Hallgrímur Pétursson segir í heimsádeilukvæði sínu:
„Vond ertu veröld,
með vélabrögðin margföld" o. s. frv.
„vonzku þinnar vex hríð,
versnandi fer ætíð“.
Þó var trúarskáldið vort góða bjartsýnn þegar kom til alls
og alls, eins og Steingrímur Thorsteinsson fagurlega tekur
fram með orðunum:
„Þú ljóðsvanur trúar, lýðum kær,
frá liðinnar aldar flóði,
þinn himneskur ómur eyrum nær,
þú útheltir söng með blóði.
Með dauðann í hjarta, þá dimm var tíð,
þú dýrð Guðs tjáðir í óði“. ■—
Margir nútímamenn hugsa á annan hátt um þessi efni. Þeir
hugsa sér ekki skyndileg afskifti Guðs af heiminum og heldur
ekki gjörbreytingu á eðli manna eða andlegu ásigkomulagi
við dauðann. Þeir trúa því, að Guð sé í öllu, eins og hann
líka sé yfir öllu, að Guð sé bak við alla heimsrásina og láti
ekkert afskiftalaust. Alt þróist smátt og smátt, fyrir guðlega
hjálp og afskifti. Alt mannkynið sé á framfaraleið. Það hafi
gengið langa þróunarbraut og áframhaldandi þroskaleið sé
fyrir höndum.
Þeir telja þessa skoðun í samræmi við guðshugmynd ]esú
og guðsríkiskenningu og skoðun hans á mannlegu eðli, og
samkvæma kenningu Jesú um súrdeigseðli guðsríkisins og
mustarðskorns vöxt þess.