Prestafélagsritið - 01.01.1922, Page 42
38 S. P. Sívertsen: PrestafélagsritiB.
Hversvegna hafa trúarhetjur eldri og nýrri tíma komið svo
miklu til leiðar?
Er ekki svarið hið sama? Þeir treystu á náð Guðs við sig
og hjálp hans. Þeir voru bjartsýnir á afskifti Guðs einmitt af
starfsemi þeirra, trúðu því, að algóður Guð, sem opinberað
hefði kærleika sinn í ]esú Kristi, væri í verki með þeim. Sú
sannfæring gerði þá sterka og örugga.
Eg hefi fyrir framan mig bók, er lýsir starfi »Danska trú-
boðsfélagsins« um 100 ár. Er það minningarrit á 100 ára
afmæli félagsins 17. júní 1921. Það er bjart yfir riti þessu.
Þar er sagt frá trúboðsstarfsemi danskra manna í fjarlægri
heimsálfu, þar sem í flestu hagar ólíkt til og hjá þeim heima
fyrir. Margir trúboðar frá félaginu starfa bæði á Indlandi og
í Kína og blómlegir kristnir söfnuðir eru í löndum þessum. En
enginn kvíði virðist ríkja um framtíð safnaðanna né framtíðar-
starfsemina kristilegu í þessum löndum. Hvernig getur slíkt
átt sér stað? verður manni á að spyrja. Nógir eru þó erfið-
leikarnir á þessari starfsemi meðal þessara fjarlægu og fjar-
skyldu þjóða. Svarið fæst fljótt við að lesa hátíðaritið. Því að
þar sést, að einkunnarorð félagsins eru: »Vertu ekki hræddur,
trúðu aðeins«. Félagið byggir starfsemi sína á grundvelli
guðstraustsins. Þessvegna er bjart yfir starfsemi þess og þar
ríkir ekkert svartsýnt vonleysi, heldur örugg sannfæring um
framgang þess málefnis, sem barist er fyrir
Það er skiljanlegt að slíkir menn sem þessir, — hvar sém
þeir starfa og hverjar sem starfsaðferðirnar eru og hverjar guð-
fræðilegar skýringar og útlistanir kristilegu trúarsannindanna
sem þeir aðhyllast, — komi meiru til leiðar en hinir, sem
altaf eru að einblína á erfiðleikana og alt það, sem að er.
Það er ekki von að málefni guðsríkis fái greiðan framgang
þar sem hver vantreystir öðrum og hugsar: »Það er ekki til
neins að reyna það með þessu fólki«.
Það er eðlilegt að bjartsýni og trú á sigur, á árangur af
starfinu, þurfi eins á andlega og á verklega sviðinu.
Athugi menn verklegar framkvæmdir og forustuna á því
sviði, sést alstaðar og ávalt, að forgöngumennirnir, sem mestu