Prestafélagsritið - 01.01.1922, Side 44
40
S. P. Sívertsen:
Prestafélagsritið-
öðrum sé það um megn. — Þeim, sem ekki búi sólarmegin
í lífinu og ekki séu fæddir með léttri lund, muni farnast líkt
og manninum, sem reyndi að bera sólskin inn í gluggalaus
híbýli sín, ætli hann sér að verða bjartsýnn.
En þetta er misskilningur, sem reynslan andmælir.
Ekki bjó Páll postuli sólarmegin í lífinu og ekki virðist
hann hafa verið fæddur með léttri lund.
Ekki kennir sagan oss heldur um aðra starfsmenn guðsríkis, að
jarðneskt lán eða meðfædd létt lund hafi sérstaklega einkent þá.
Reynslan sýnir hið gagnstæða. Sýnir oss, að menn hafa getað
eignast bjartsýni trúarinnar þrátt fyrir margvíslega erfiðleika,
böl og andstreymi, og þrátt fyrir ákafa lund og þunga;
sýnir oss að guðstraustið hefir getað ummyndað eðli manna
og gert þá vongóða og örugga fyrir trúna og bjartsýna á náðar-
nálægð' Guðs og kærleiksrík afskifti af lífi þeirra og starfsemi.
En með trúnni er enginn fæddur. Að vísu með mismunandi
trúarhneigð, en ekki með vitandi og viljandi trú fullvaxta
manns og því síður með kristilegu trúarþeli.
Menn verða að öðlast slíka trú með Guðs hjálp í Kristr
fyrir eigin viljastarfsemi.
Eins er með bjartsýni þá, er af trúnni leiðir. Hún kemur
ekki af sjálfu sér og er ekki bundin við ytri kjör manna.
Það sýnir reynslan oss.
Hvað er þá hægt að gera?
Það er mögulegt að opna sálir sínar fyrir Ijósinu að ofan,
eins og menn opna sólunni aðgang að híbýlum sínum. Engum
er þess varnað, ef hann aðeins sjálfur vill, að líta til ]esú
höfundar og fullkomnara trúarinnar, drekka í sig anda hans,
og fyrir hann öðlast guðstraust og mannelsku og trú á sigur
hins góða í manneðlinu og mannlífinu. Engum er gert ómögu-
legt að lofa honum, er nefndist ljós heimsins, ad lýsa sér til
föðurins algóða og kenna sér að tilbiðja hann með lotningu,
trausti og elsku.
En ekki verður um það efast, að því meira guðstraust og
því meir af óeigingjörnum mannkærleika sem hver maður
öðlast, — því bjartsýnni verður hann. —