Prestafélagsritið - 01.01.1922, Qupperneq 47
Trestafélagsritið.
PÁLSBRÉFIN.
Eftir Magnús Jónsson dócent.
Eg ætla ekki að tala hér um Pálsbréfin frá neinu vísinda-
legu sjónarmiði, t. d. hvað ,af bréfum þeim, sem í nýja testa-
mentinu gengur undir nafni hans, muni vera eftir hann í raun
og veru. Eg hefi mínar skoðanir á því og aðrir sínar. Eg
ætla ekki heldur að tala um það, að hve miklu leyti texti
þeirra hafi óbreyttur til vor komizt. Eg ætla að láta mér
nægja það, að vér eigum alveg áreiðanlega til bréf frá Páli
og þau ekki svo fá. Vér eigum eftir hann Rómverjabrjefið,
1. og 2. Korintubréf, Galatabréfið, Filippíbréfið, og það er
víst óhætt að telja líka 1. og 2. Þessalonikubréf, Kólossu-
bréfið og Fílemonsbréfið. Og oss er alveg óhætt að treysta
textanum í öllu sem máli skiftir, að minsta kosti í því, sem
eg ætla hér að tala úm.
Eg ætla ekki að hafa þetta vísindalega grein. En það sem
mig langar til er það, að stuðla að því, að menn læsu Páls-
bréf meira en þeir nú virðast gera.
Eg hefi talað við allmarga kunningja mína um Pál og bréf
hans. En þótt það séu víðlesnir menn og jafnvel hálærðir,
menn, sem gleypa í sig fróðleik og hugsanir annara, þá eru
þeir svo furðanlega margir, sem þekkja brjef Páls lítið eða
ekkert. Þeir segjast ekki skilja hann, ekki fylgjast með honum.
En sannleikurinn er sá, að það eru altof fáir, sem athuga
það eða vita, hvílíkan fjársjóð vér eigum, þar sem þessi bréf
eru, fjársjóð af speki, trúarlegri og veraldlegri speki, lífs-
reynslu, skáldskap og töfrandi mælsku og brennandi áhuga.
Menn vara sig ekki á því, að bréf Páls eru bókmentaperlur,