Prestafélagsritið - 01.01.1922, Page 50
46
Magnús jónsson:
Prestafélagsritið^.
setningunni ýmist »vér« eða »þér« eða »eg«, þótt altaf sé átt
við þann sama eða þá sömu. Hann byrjar stundum setningu
en gleymir að ljúka við hana, af því að svo margt hefir hrúg-
ast inn í huga hans og ákafinn er svo mikill að komast áfram.
Tilvitnanir eru ekki nákvæmar, niðurröðun efnisins ekki strang-
lega föst og svo mætti lengi til tína. Það eru sjálfsagt til þeir
menn, sem eru svo smásmuglegir, að þeir fælast bréf Páls
fyrir þessar sakir, að hann er ekki »rithöfundur«. Hann er
sem sé meira en rithöfundur.
Hvernig eru bréf Páls til orðin? Það er víst óhætt að segja
það, að hann hefir ekki ritað eitt einasta bréf eingöngu af
löngun til að rita. Hann hefði vafalítið ekki ritað einn staf,
ef ekki hefði knýjandi ástæður hvatt hann til þess. En þessar
knýjandi ástæður komu fram við það að trúboðssvæði hans
fór brátt að verða mjög víðáttumikið, austan frá Antiokkíu í
Sýrlandi, vestur eftir allri Litlu-Asíu og vestur á Makedóníu
og Grikkland. Þegar svo var komið fór að verða ómögu-
legt fyrir Pál að koma til safnaðanna, hvenær sem eitthvað
bar að höndum, sem leiðbeiningar þurfti við. En söfnuðurnir
voru ungir i trúnni; ýmsa þeirra hafði Páll orðið að skilja við
svo að segja nýfædda vegna uppþots gegn honum og ofsókna,
einkum af hálfu Gyðinga, og ýmsir urðu til þess að sá öðru
sæði hjá þeim í hinn nýplægða jarðveg, en honum þótti gott,.
eða þá að þeim stafaði hætta af ofsóknum frá heiðnum sam-
löndum. Hvað átti Páll þá að gera, er honum bárust slíkar
fregnir? Ef hann gat farið og heimsótt þá, þá var það bezt. En
oft og einatt var það ómögulegt. Þá var að senda einhvern
góðan samverkamann í sinn stað. En bæði gat stundum staðið
svo á, að varla væri um neinn að gera, og svo mun fljótt
hafa verið svo ástatt, að menn vildu helzt heyra hvað Páll
sjálfur segði um þetta og hitt. Og þá var ekki annað fyrir
en nota sendibréfsformið.
Á þennan hátt eru víst öll bréf Páls til orðin. Þau eru
tækifærisrit, knúð fram af meiri eða minni nauðsyn.
Þegar vér lítum á þetta, ætti það að vera oss ljóst, að vér
eigum ekki í bréfum Páls neina fullkomna mynd af guðfræði