Prestafélagsritið - 01.01.1922, Qupperneq 52
48
Magnús Jónsson:
Prestafélagsritið.
þetta dularfulla samband við Krist, og það samband er tákn-
að með skírninni. Kristur verður á þennan hátt höfundur nýs
mannkyns, mannkyns sem lifir eftir andanum en ekki holdinu.
Hann er nýr Adam. Mannkynið er komið af hinum gamla
Adam, og allir bera þennan gamla Adam með sér, holdseðlið,
sem er orðið selt undir synd og dauða, og hinn betri maður
í okkur ræður ekki við. En svo kemur Kristur. Hann hefir
holdseðli eins og við (syndahold, segir Páll), sem hefir viður-
tækileika fyrir árásum syndarinnar. En hann sigrar, og því
þurfti hann ekki að deyja, því dauðinn er ekki tilheyrandi
manneðlinu, heldur laun syndarinnar. En þegar hann nú samt
dó, þá var það holdið sem dó, syndaholdið, móttækileikinn
fyrir syndinni, og því er með honum komið nýtt mannkyn,
þar sem syndaholdið er dáið, og með trúnni eða sambandinu
við Krist, er hægt að fá upptöku í þetta nýja mannkyn. Þar
ríkir ekki syndin og dauðinn verður sigraður.
En þó ber nú maðurinn áfram með sér líkamann, meðan
hann verður að þreyja hér, og hann er ávalt ófullkominn, og
í reyndinni fer það svo, að nokkuð af synd loðir við hann,
og veldur líkamanum dauða. En aðalatriðið er fengið. A himn-
um bíður vor hinn líkaminn, sem er sá sanni líkami trúaðra,
og í honum lifum við án syndar og dauða.
Þetta er í fáum orðum aðalkjarninn í kenningu Páls, og alt
hitt er svo aukaatriði, sem hann útskýrir í samræmi við þetta.
Þó að sumt af því, eins og t. d. deilan um lögmálið taki
mikið pláss í bréfum hans, þá er það aðeins af því, að svo
mikið var á hann herjað á því sviði, og hann varð að verja
sig og sinn málstað. En hér er nú ekki tilgangurinn að fara
frekar út í þetta. A þetta er aðeins minst í sambandi við
það, að einn kafli bréfanna er jafnan um þessi efni, fræði-
kaflinn. Og því verður ekki neitað, að Páll ver sinn málstað
með yfirburða rökfimi og kappi, þó að sumt í rökfærslunni
sé ekki nú orðið jafn sannfærandi og það var þá, er það var
skrifað.
í bréfum Páls er oftast áminningakafli. Það er venjulega í
niðurlagi bréfanna. Hann gefur þar ýmsar bendingar, áminn-