Prestafélagsritið - 01.01.1922, Side 61
Prestafélagsritið.
Pálsbréfin.
57
hans sem vitnisburð um trúboð hans og mynd af honum
sjálfum, þá borgar lestur þeirra sig allra bezt. Og enga stærri
sönnun er hægt að fá fyrir krafti Krists og fagnaðarerindis
hans, en einmitt Pál, þennan jötun í andans ríki, sem finnur
sig svo gersamlega hertekinn undir vald Krists, að honum
beinlínis finst hann ekki lifa framar sjálfur, heldur lifi Kristur
í honum. Hann er sjálfstæðasti andi frumkristninnar, en samt
hertekur hann hverja sína hugsun undir hlýðnina við boðskap
Krists. Hann er færasti starfsmaður kristninnar, fæddur foringi
og leiðtogi manna, en samt gerist hann þjónn Krists, skilyrðis-
laust, og notar orðið »þræll Krists Jesú«, að hæsta tignarheiti.
Skapferli Páls verður ljósara ennþá, við lestur bréfa hans,
en guðfræði hans. Þar sem mannssálin er sjálf og tilfinningar
hennar, er ekki heldur að ræða um þá miklu breytingu á
2000 árum, sem gerir oss svo erfitt að skilja guðfræði og
önnur vísindi og hugsanagang þess tíma. Sorg og gleði, reiði
og ást, vandlæting og slíkt, er með sama hætti nú og þá, og
vér getum í þeim efnum jafnt fundið til með þeim, sem fyrir
þúsundum ára lifði eins og nútíðarmönnunum. Fyndin tilsvör
frá fornöldinni vekja hlátur enn í dag og sorgarljóðin þaðan
vekja hluttekningu. Guðfræði Páls er orðin þung. En Páll
sjálfur er eins og hann hefði lifað í gær og í dag, auðskilinn
og glæsilegur starfsmaður og stríðsmaður. með hina miklu
veraldarvizku, sem þó kom aldrei fram sem slægð, af því að
hún var skírð og helguð af kærleika Krists.