Prestafélagsritið - 01.01.1922, Page 63
Prestafélagsriiið.
Aldarafmæli danska trúboðsfél.
59
og drotningu, sem voru þá lögð af stað í íslandsferðina. —
Kl. 6 endaði þessi samkoma.
Salurinn var skreyttur öllum Norðurlanda-fánum og fánum
þeirra ríkja, sem félagið hefir trúboðsstöðvar í. — Fyrir stafni
var danski fáninn og fánar íslands og Finnlands hvor á sína
hlið og þar utar af norski og sænski fáninn sín hvoru megin.
Margir mintust á íslenzka fánann við mig, og voru hrifnir af
fegurð hans.
Um kvöldið kl. 8 var næsta samkoma haldin á sama stað.
Fyrst var sungin hátíðar-kantata eftir Joh. Vibe-Petersen og
var hún sungin af stórum söngflokki, prýðilega æfðum; og
góður var einnig einsöngurinn. — Að þeim söng loknum,
hélt stiftprófastur Henry Ussing mjög fróðlegt erindi um sögu
og starf hins danska trúboðsfélags. Var það lyftandi mjög að
heyra um það, hvernig Guð hafði blessað þessa starfsemi er
byrjaði smátt, en hefir áorkað svo miklu til þess bæði að
vekja trúboðsáhugann heima fyrir og útbreiða guðsríki í
heiðingjalöndum.
Laugardaginn þ. 18. júní söfnuðust allir gestir fundarins
saman á Missiónshótelinu í Helgolandsgade, snemma um
morguninn og óku svo saman út til Hellerup, þar sem trú-
boðsfélagið á stórt hús; er það höfuðstöð félagsstarfsins og
skrifstofur. — Þar voru og komnir aðalforgöngumenn félags-
ins í Danmörk og sátum vér þar að morgunverði um 70
manns. Á borðinu fyrir framan sæti mitt stóð íslenzkur silki-
fáni á stöng. Margar ræður voru haldar yfir borðum. — Að
endaðri máltíð var haldið af stað í bílum til Lyngby og
haldin guðsþjónusta þar í sóknarkirkju Done Falck Rönnes,
stofnanda trúboðsfélagsins og talaði formaðurinn þar og
sóknarpresturinn í Lyngby. — Síðan var gengið í skrúðgöngu
frá kirkjunni út að gröf stofnandans og lagður feiknastór
blómsveigur á leiðið. — Eftir þá athöfn stigu menn aftur í
bílana og var þá ekið til fiskiþorpsins Taarbæks, þar sem
trúboðsfélagið var stofnað, og þar var afhjúpað minnismerki.
stofnandans. Við þá síðustu athöfn var eg ekki, því eg þurfti
að flýta mér frá Lyngby til Kaupmannahafnar til þess að