Prestafélagsritið - 01.01.1922, Page 66
Prestafélagsritið.
ÝMISLEGT ÚR KIRKJULÍFI
NORÐMANNA.
Stuttur útdráttur úr skýrslum norsku biskupanna.
Eftir præp. hon. Sigurð Gunnarsson.
I ritinu »Norvegia sacra« er þess getið, að útgefendurnir
hafi ákveðið að birtar skyldu árlega í því riti skýrslur norsku
biskupanna til kirkju- og kenslumálastjórnarinnar um kirkju-
og trúmálaástandið í hverju biskupsdæmi fyrir sig. Samkvæmt
þessu birtast í fyrstá árganginum slíkar skýrslur fyrir árið 1920.
Ber þar eðlilega margt á góma, og væri ef til vill vel fallið,
að rita allnákvæman útdrátt úr greindum skýrslum. Svipar þar
ýmsu til ástandsins hér hjá oss. En að þessu sinni verður
þess enginn kostur að drepa á nema fátt eitt á víð og dreif:
]. Tandberg, biskup yfir Oslóarbiskupsdæmi, getur þess að
síðustu árin tvö hafi hann í skýrslum sínum ritað allítarlega
um trúmáladeilurnar innan kirkjunnar, og vilji nú aðeins
bæta þessu við:
»Deilunum er að vísu enn ekki lokið, en þær fara fram í
friðsamlegri anda en í þá daga, er »hinn mikli kirkjufundur«
var haldinn í Calmeyergötunni. Gætnari mönnunum í flokkum
þeim, er við eigast, virðist vera orðið ljóst, að í ríkiskirkju
eigi að vera rúm bæði fyrir íhaldsstefnu og frjálslyndari stefnu,
og að hvorartveggju séu nauðsynlegar: íhaldsstefnan til þess
að varðveita hið sögulega samhengi, sem jafnan á rétt á sér
í kirkjufélagi; hin frjálslynda stefnan til þess að halda uppi
sambandinu við heiminn, sem, að minsta kosti, stendur aldrei
í stað, þótt ekki sé hann ávalt á framfaraleið«.
»Forgöngumönnunum mun, að líkindum, verða það smátt
og smátt ljósara, að deilurnar snúast að mestu leyti um þau
efni, er leita beri á úrlausnar á vísindalegum vettvang, en