Prestafélagsritið - 01.01.1922, Síða 67
Presfaféiagsritiö. Vmislegt úr kirkjulífi Norðmanna. 63
ekki á kirkjulegum þjóðsamkomum; auk þess hafa menn æ
betur komist að raun um það, að þær stefnur, sem eru beint
fjandsamlegar kirkju vorri, reyna að nota deiluatriðin í bar-
áttu sinni gegn núgildandi kirkjuskipulagi yfirleitt, með öðrum
orðum, til þess að rjúfa ríkiskirkjuna, enda er það framtíðar-
markmið þeirra«.
Víða kvarta biskuparnir sáran yfir prestaskorti. P. V. K.
Böckman, biskup í Niðaróssbiskupsdæmi segir m. a.: »Presta-
skortur er tilfinnanlegur hér og hefir lamandi áhrif á kirkju-
lífið. Tólf prestaköll eru nú laus og fjórar kapelánsstöður. . .
Mér verður það æ ljósara, að eitt allra helsta viðfangsefni
kirkjunnar nú er þáð, að ráða bót á prestaskortinum, eigi
kirkjan ekki að verða fyrir alvarlegu tjóni, hver ráð sem til
þess eru«. Víðar kveður við sama tón, prestaskorturinn jafn-
vel enn meiri en hér var talið. Reynt hefir verið að nokkru
leyti að bæta úr þessu, með því að fela leikmönnum að halda
uppi guðræknissamkomum, bæði á útkirkjunum og utan kirkn-
anna. Auk þess hefir óvígðum mönnum, sérstaklega organist-
um, kennurum, meðhjálpurum og hringjurum verið falið að
útdeila kvöldmáltíðarsakramentinu, einkum sjúkum á heimilun-
um og í sjúkrahúsum. Annars er viðkvæðið víða að altaris-
göngur hafi á seinni árum verið í sorglegri afturför, þótt
mismunandi sé í hinum ýmsu prestaköllum, altarisgestirnir
þetta frá 3—40°/° fermdra safnaðarmanna. Hvammsprestakall
í Björgvinarbiskupsdæmi var hæst, með 50% altarisgesti.
Lítilsháttar virðist þó vera að lifna yfir altarisgöngunum, segja
biskuparnir.
Mjög er yfir því kvartað að húslestrar séu óðum að leggj-
ast niður, en þó ekki alveg úr sögunni. Reynt er að bæta úr
þessu, að því er til æskulýðsins kemur, með sunnudagsskóla-
haldi, en veitir örðugt, nema í bæjunum.
Kirhjusókn kveða biskuparnir mjög misjafna, sumstaðar
afleita, annarsstaðar aftur mjög góða, og svo alt þar í milli.
Biskupinn í Björgvinarbiskupsdæmi tekur það annars sérstak-
lega fram, að messuskýrslur hafi jafnan verið næsta ófull-
komnar, og sé hann að reyna að bæta úr því með nýju