Prestafélagsritið - 01.01.1922, Side 69
PrestafélagsriíiÖ. Vmislegt úr kirkjulífi Norðmanna, 65
mynd, er síðustu árin bregða upp fyrir sjónum vorum. Það
kennir greinilega siðferðilegrar afturfarar. Flóðbylgja efnis-
hyggjunnar hefir steypst inn yfir þjóð vora, og látið þar eftir
sig auðsæ merkin, gert hugann járðbundinn og sljófgað sið-
gæðis-kendina. A árunum þeim, er menn söfnuðu stórfé á
auðveldan hátt, jókst fégirndin og nautnasýkin mjög ískyggi-
lega, og ekki var ávalt fengist um meðulin til þess að fá
fullnægt þessum fýsnum. Og þegar nú erfiðu tímarnir eru
gengnir í garð, kemur jafn ískyggilega í ljós, að fólkið skortir
siðferðilegan þrótt til þess að vinna bug á erfiðleikunum með
sjálfsafneitun og starfsemi. Sömu háu kröfurnar eru gerðar
og áður, en er þeim verður ekki fullnægt, fyllast menn
óánægju og úlfúðar, í stað þess að sýna af sér nægjusemi
og iðni, og er þá oft ekki horft í alt, frekar en áður, til þess
að fá satt fýsnirnar. Þannig hefir mér, svona alment, komið
fyrir sjónir siðferðis-ástandið í söfnuðunum«.
Við þennan fáorða útdrátt úr biskupsskýrslunum skal því
enn bætt, að kirkjurnar (kirkjuhúsin) og kirkjugarðar er
hvortveggja yfirleitt talið vel hirt, víða ágætlega; þó er þess
sumstaðar getið að kirkjugarðar séu slæmir, ýmist of grunnur
jarðvegur, eða beint illa hirtir.
Það getur verið nógu fróðlegt, að bera ýmislegt af því, er
hér er sagt, saman við ástæður hér hjá oss.
5