Prestafélagsritið - 01.01.1922, Page 70
Prestafélagsritiö-
UM STARFRÆKSLU KIRKJUGARÐA.
Eftir Felix Guðmundsson,
umsjónarmann kirkjugarðsins í Reykjavík.
Astandið hjá oss.
Flestum hugsandi mönnum hlýtur að blöskra í hve mikillí
órækt kirkjugarðar eru á landi hér, sérstaklega býst eg við
að útlendingum og þeim er víða hafa farið, hljóti að finnast
mikið til um það, enda hefi eg heyrt útlendinga og enda íslend-
inga líka segja, að ætti að dæma þjóðina eftir útliti og umhirðu
kirkjugarðanna, þá gæti menn haldið að hér byggi ekki siðað
fólk. Þessi dómur er því miður sannur, þótt harður sé. Það
þarf ekki að skrifa langt mál um ástandið eins og það er.
Flestum er kunnugt um, að varla í nokkrum garði sést gott
skipulag eða regla, margir garðar eru illa girtir, svo að
skepnur ganga í þeim til beitar, og þeir eru flestir gersneyddir
allri fegurð, þar eru engin blóm, og ekkert, er sýni, að hönd
hlúi að. Svona er nú útlitið, en verra er þó, að mikið vantar
á, að menn geti verið öruggir um að af þeim stafi ekki hætta
frá heilbrigðislegu sjónarmiði og skal síðar vikið að því.
Getum vér hætt að hafa kirkjugarða?
Því hefir nokkrum sinnum verið hreyft, að hér ætti að
komast á líkbrensla. Oefað hefir ástand það sem nú er á
kirkjugörðum, ýtt undir þá hugmynd. En eg fyrir mitt leyti
er ekki trúaður á, að líkbrensla komist hér á á nálægum
tíma. Mér er óskiljanlegt að lagt verði í þann kostnað, nema
því aðeins, að lögleitt yrði að brenna öll lík, en ekki tel eg
líklegt að lagt verði út í það. Eg skal gera nokkra grein