Prestafélagsritið - 01.01.1922, Side 72
68
Felix Guðmundsson:
Prestafélagsritið.
framkvæmt með sérstöku hreinlæti og reglusemi, allir stígar
breiðir og góðir og gróðurinn framúrskarandi mikill, tré og
blóm vel ræktuð, svo að maður finnur sig kominn í fagran
lystigarð, sem er vel lagaður til að draga úr sorg og ömur-
legum tilfinningum. Ró og friður hvílir yfir allri starfsemi,
liprir og siðprúðir menn vinna verkin og það virðist vera
sameiginlegt áhugamál fólksins, sem í garðinn kemur, að fara
eftir settum reglum og gera sitt til að hlúa að og fegra garð-
inn. í görðunum eru hæfilega stórar »kapellur« og þaðan
fara flestar jarðarfarirnar fram. Það er ekki verið að ryðjast
með hvert einasta lík og líkfylgd í heimahús og kirkjur, eins
og hér hjá oss. Þegar maður andast, hvort heldur er í heima-
húsum eða á sjúkrahúsi, fer auðvitað fyrst fram læknisskoðun,
þá er kistulagt, og síðan er kirkjugarðsstjórinn beðinn að
senda eftir líkinu. Það geymist svo í líkhúsi, sem er áfast við
»kapelluna«, til þess dags, er jarðarförin á að fara fram. Þá
er kistan flutt í »kapelluna«, sem venjulega er prýdd blóm-
um. Svört klæði sjást þar ekki. Astvinir og kunningjar hins
framliðna, sem heiðra vilja athöfnina með návist sinni, koma
svo á tilsettum tíma út í kirkjugarðinn með sporvögnum eða
í bifreið, og jarðarförin fer fram í kyrð og ró frá »kapellunni«
með ræðu og sálmasöng, eins og venja er til. Sú athöfn er
oftast látin fram fara frá þessum eina stað, þótt undantekn-
ingar frá því kunni að eiga sér stað. En það er mjög fátítt
nú orðið, að jarðarför fari fram frá kirkju, hvað þá heldur
frá heimahúsum.
Steinlímdar eða upphlaðnar grafir eða trékassar utan um
kisturnar er alveg að detta úr sögunni. Reynslan hefir sýnt,
að alt slíkt er mjög óheppilegt. Þvert á móti er nú lagt kapp
á, að hafa kisturnar úr sem léttustu og þynstu efni. Víðast
hvar er hætt að einskorða legstaði við það að þeir snúi endi-
lega frá vestri til austurs, heldur látið ráðast hvað heppilegast
er með tilliti til landslagsins. Því síður er hugsað um að láta
forhlið legsteina snúa mót austri, heldur er forhlið þeirra
látin snúa að götu. Vitanlega er það líka miklu fallegra, en