Prestafélagsritið - 01.01.1922, Page 73
Prestafélagsritið.
Um starfrækslu kirkjugarða.
69
um það er mikið hugsað. Svo er og haft nákvæmt eftirlit
með, að ekki séu settir niður ósmekklegir steinar eða girð-
ingar, og að það verk sé svo vel unnið að ekki sé hætta á
að það aflagist, enda engum liðið að vinna í görðunum nema
þeir fylgi í öllu fyrirmælum stjórnenda garðsins. Þá er það
mjög títt að kirkjugarðs-stjórnin taki að sér að sjá um við-
hald legstaða, rækta þá blómum o. s. frv.; hlutaðeigendur
gjalda svo árlegt gjald fyrir.
Eg hef þá drepið á það er eg tel helst máli skifta í starf-
rækslu kirkjugarða hjá öðrum þjóðum, og það er vér helzt
gætum tekið upp. Auðvitað gæti eg lengi haldið áfram að
skýra frá því, er fyrir augu bar, en til þess er ekki tími né
rúm. Eg læt því staðar numið um þetta atriði og skal snúa
mér að því er næst þarf að athuga.
Hvernig eiga kirkjugarðar að vera til þess
að samsvara nútímanum?
Af því, sem að framan er sagt, geri eg ráð fyrir að heiðr-
uðum lesendum sé að nokkru ljóst hvernig svara beri þessari
spurningu. Þó vil eg reyna að gefa sem gleggsta og réttasta
lýsingu á starfrækslu kirkjugarða eins og eg álít að hún eigi
að verða, en verð að biðja velvirðingar á þótt eg endurtaki
eitthvað af því, sem áður er sagt, kýs það heldur til þess
að geta sem bezt dregið lýsinguna saman í heild.
Þegar velja á nýtt kirkjugarðsstæði verður að hafa tvent
fyrir augum:
1. Að garðurinn liggi á hentugum stað fyrir þá sem eiga
að nota hann.
2. Að jarðvegur sé góður og lega garðsins af hendi nátt-
úrunnar eins hagkvæm og kostur er á.
Um fyrra atriðið er lítið að segja. Það er að sumu leyti
kostur, að garðurinn liggi ekki inni í kaupstöðum eða kaup-
túnum, t. d. meiri trygging fyrir góðri umgengni og ró. Hins