Prestafélagsritið - 01.01.1922, Side 75
Prestafélagsritið.
Um starfrækslu kirkjugarða.
71
legar, þær tefja fyrir því að líkaminn losni við skaðleg efni,
sem hann inniheldur. Líkt er að segja um trékassa, og votar
grafir mega ekki eiga sér stað.
Stærð á nýjum kirkjugörðum er nauðsynlegt að ákveða eftir
þeim fólksfjölda, sem á að nota þá; sjálfsagt er að spara
ekki jötðina altof mikið, gera ráð fyrir hæfilega stórum gang-
stígum og það breiðum að planta megi meðfram þeim tré og
ætla hæfilegt svæði fyrir ræktun trjáa og blóma til prýðis,
ennfremur fyrir »kapellu«. Því að þótt hún komi ekki strax,
getur það orðið síðar og er rétt að taka tillit til þess í áætl-
un garðsins. Ennfremur er rétt að gera ráð fyrir því að
garðurinn geti lengi enzt, það borgar sig betur og verður til-
tölulega ódýrara en að bæta við síðar, sérstaklega sparar það
girðingarkostnað. Annars er auðvelt að reikna meðaltal mann-
dauða í þeim bæ eða sókn, sem á að nota garðinn, og marg-
falda grafarstærðina, sem á að vera 2,50 metrar á lengd og
1,20 á breidd, með meðaltali dauðsfalla á ári og þeirri tímalengd,
sem ætlast er til að garðurinn endist. Auk þess verður að
gera ráð fyrir götum og ræktun, svo og fyrir því að margir
taki fleiri en eitt Ieiði. — Götur er hæfilegt að hafa 1,50 til
2ja metra breiðar og hæfilega þéttar. Gott að hafa tvísetta
reiti, 5 metra á breidd en lengdin miðuð við 20 til 30 leiði.
Verða þeir þá 12 til 18 metra langir. Aðalgötur ættu að vera
breiðar, t. d. 3 metrar. Stígum er nauðsynlegt að halda vel
við. Það er ljótt að sjá grasigróna stíga og leiði, og ekki
samboðið presti né söfnuði að líkast sé, sem fólk sé komið í
kargþýfðan óræktarmóa þegar það kemur í kirkjugarð.
Eitt af aðalskilyrðum fyrir því, að sómasamlegt útlit fáist á
kirkjugarða, er að þeir séu vel girtir fyrir gripum og lokuð
hlið. Bezt er að girða með steinsteypugarði eða steingarði,
eftir því hvernig efni er hægast að fá. Trégirðingar eru
neyðarúrræði, nema til bráðabirgða, og þá þarf að halda
þeim vel við. Vel hlaðinn garður úr torfi og grjóti getur verið
góður, en gæta ætti þess að hafa ekki grasrót á torfinu til
þess að veggurinn verði ekki grasigróinn.
Nauðsynlegt er að einn maður hafi stjórn garðsins á hendi,