Prestafélagsritið - 01.01.1922, Side 76
72
Felix Guðmundsson:
Prestafélagsritiö.
eftir fyrirmælurft safnaðarstjórnar, hann einn á að vera fær
um að ráða starfrækslu garðsins, segja til um hvar jarða
skuli o. s. frv. Það hefir mikla þýðingu að fólki sé ekki leyft
að grafa sitt í hverju horni eftir eigin geðþótta, bezt að taka
einn og einn reit fyrir í einu, með því lítur garðurinn betur
út og verður ódýrari starfræksla. Þá verður umsjónarmaðurinn
að tölusetja reiti og leiði og bókfæra það, svo að hann eða
aðrir, sem við taka af honum, geti ávalt vitað hvar hver
hvílir. Það er sjálfsögð krafa, sem ástvinir og aðrir, er sýna
vilja þeim látna sóma, eiga heimtingu á að sé framkvæmd.
Einnig verður umsjónarmaðurinn að sjá um að girðingar séu
laglegar og rétt settar niður og gengið sé vel frá legsteinum.
Ennfremur ber honum að reyna að vinna að því að legstein-
ar séu laglegir og ekki ofmikið í þá borið. Um alt þetta ættu
prestar, safnaðarstjórnir og söfnuðir að vera samtaka. Vér
eigum að sem allra mestu leyti að láta oss nægja það, sem
náttúran hefir að bjóða, og vér heiðrum minningu ástvina
vorra miklu betur með því að rækta og prýða legstaði þeirra
og kringum þá með blómum og trjám en með smekklausum
og ef til vill endingarlitlum steinum eða klúrum girðingum.
Lítum á kirkjugarð Reykjavíkur og enda fleiri garða. Þar
hefir verið sóað ógrynni fjár fyrir ósmekklega og ljóta steina
og girðingar. Hugsum oss að einum fimta hluta af því fé
hefði verið varið til að rækta garðinn. Hann væri þá falleg-
asti bletturinn í Reykjavík og þótt víðar væri leitað. af
fénu væru víst betur komnir í landspítala, sem tekinn væri
til starfa. En þetta mun nú mega kallast útúr-dúr.
En hvað sem legsteinum og minnismerkjum líður, verða
allir að vera samtaka um að leggja alveg niður steingrafir,
kassagrafir og líkkistur úr plönkum, og heill sé þeirri sóknar-
nefnd, er fyrst fyrirbýður alt slíkt og dregur úr jarðarfara-um-
stanginu um leið. Eg er líka sannfærður um að margir hafa
spilt heilsu sinni á því að vera við jarðarför á íslandi, stand-
andi úti meðan húskveðja var flutf, koma svo í kalda kirkju
og standa síðast góðán tíma í kirkjugarðinum. Oss verður að
skiljast, að .þessi siður má ekki haldast lengur. Auk þess er