Prestafélagsritið - 01.01.1922, Síða 77
Prestafélagsritið.
Um starfrækslu kirkjugarða.
73
prestunum ofþyngt með tveimur ræðum við hverja jarðarför,
að minsta kosti í bæjunum. Ein ræða í kirkju eða »kapellu«
ætti að nægja.
Þá er afarnauðsynlegt að þeir menn, sem starfa að graftöku
og öðru í garðinum, séu hreinlegir og umgengnisgóðir svo að
þeir skemmi ekki fyrir öðrum, til dæmis með því að moka
ofan á ræktuð leiði, fleygja frá sér áhöldum eða öðru á reiti
eða girðingar, eða róta mold í götur og hreinsa þær svo illa.
Grafirnar eiga að vera snyrtilega teknar og uppmoksturinn
þakinn með timbri. Þegar presturinn hefir kastað rekunum á,
á líkfylgdin að hverfa heim, því að starfsmenn kirkjugarðsins
eiga að ganga vel og snyrtilega frá leiðinu.
Ekki ætti að þurfa að benda á það, að umsjónarmaðurinn
og aðrir starfsmenn eiga að vera kurteisir og liprir í fram-
komu. Ut í kirkjugarðana kemur fólk í svo sorglegum kringum-
stæðum og mismunandi ástandi að það þarf fylstu samúðar við.
Ætti líka að geta lært að fara að ráðum góðra manna,
sem vilja leiðbeina þeim eftir beztu getu og sannfæringu.
Eg hefi nú minst á það, er eg tel mestu máli
skifta viðvíkjandi starfrækslu kirkjugarða. Margt er að vísu
ótalið, en það er varla hægt í stuttu erindi að taka alt fram,
sem þyrfti, eða gera fólki það vel skiljanlegt. Þeir, sem byrja
með nýja garða, ættu að byrja á því að fá fyrirkomulags-
uppdrátt. Eg er fús á að útvega hann þeim er óska, svo og
allar upplýsingar er eg get veitt. Aðeins þarf að gefa mér
lýsingu af staðháttum og stærð hins fyrirhugaða garðs.
Svo að síðustu:
Hvernig eigum vér að koma gagngerðum
umbótum í framkvæmd?
Vfirstjórn kirkjumálanna verður að taka málið að sér, svo
og prestarnir og safnaðarstjórnirnar, og fá í lið með sér
blöðin, kennarana og alt gott fólk, sem hefir andstygð á
órækt og trassaskap, enn ann fegurð og myndarskap. Kennar-
arnir gætu unnið þessu máli mikið gagn. Þeir kenna börn-