Prestafélagsritið - 01.01.1922, Page 84
80
Jón Helgason:
Prestafélagsritið.
kunnum að nafngreina, auk ýmissa manna, sem heima fyrir
höfðu haft meiri og minni kynni af kristnum mönnum, án þess
sjálfir að vera kristnir.
Kristnu landnámsmennirnir voru flestir úr Suðureyjum, og
meira að segja af einni og sömu ætt, sem sé ætt Ketils
flatnefs, eða þá að minsta kosti tengdir honum.
Ketill flatnefur var sjálfur af norrænu bergi brotinn, sonur
Bjarnar bunu hersis í Sogni. En svo stóð á veru hans á
Suðureyjum, að Haraldur hárfagri hafði lagt þær eyjar undir
sig, en írskir eða skozkir víkingar síðar náð þeim á sitt vald.
Þá sendi Haraldur konungur Ketil vestur um haf til þess að
vinna aftur eyjarnar sér til handa. En Ketill leysti það verk
svo af hendi, að hann lagði undir sig allar Suðureyjar og
gerðist sjálfur höfðingi yfir þeim, en galt engan skatt Haraldi
konungi. Til hefnda fyrir þetta tiltæki Ketils tók Haraldur
undir sig allar eignir hans í Noregi, en rak burtu Björn son
hans hinn austræna, sem Ketill hafði sett yfir þær.
Á Suðureyjum kyntist Ketill mjög blómlegu keltnesku
kristindómslífi og lét skírast þar ásamt fjölskyldu sinni allri,
nema Birni austræna syni sínum, er ekki vildi kristni taka.
Eftir dauða Ketils flatnefs tóku flestir ættmenn hans sig upp
og héldu út til Islands. Er þar fyrst að nefna Helga bjólu,
er kom frá Suðureyjum laust fyrir 890 eftir áeggjan Ingólfs
Arnarsonar. Ingólfur bjó, sem kunnugt er, hér í Reykjavík og
hér dvaldist Helgi hjá honum fyrsta vetur sinn á Islandi.
Næsta sumar fluttist hann upp á Kjalarnes eftir ráði Ingólfs
og nam land alt milli Mógilsár og Mýdalsár og bjó, þar sem
síðar var kallað að Hofi. Eg segi með vilja »síðar«, því
ólíklegt er, að Helgi hafi sjálfur gefið býli sínu það nafn. Um
Helga sjálfan segir að vísu, að hann hafi ekki verið sérlega
áhugasamur um trúna, en þó haldið sér frá blótum og eru
því engar líkur til, að hann hafi sjálfur reist hof á ábýlisjörð
sinni. En kunnugt er að niðjar Helga hurfu aftur frá kristinni
trú. Hafa þeir sennilega gert þar hof og býlið fengið af því
Hofsnafnið. Dóttir Ketils flatnefs var Þórunn »hyrna«. Hana
átti Helgi magri sá er nam Eyjafjörð. Helgi var maður vel