Prestafélagsritið - 01.01.1922, Page 87
Prestafélagsritið.
Frumkristni þjóðar vorrar.
83
vor hélt Orlygur suður með landi, unz hann fékk þá landsýn,
sem Patrekur hafði lýst fyrir honum: fjöll tvö og dal í hverju
fjalli, og blandast engum hugur um, að þar er átt við Akra-
fjall og Esju, eins og þau blasa við, þegar siglt er hér inn
flóann. Orlygur settist að á Esjubergi og lét gera þar kirkju.
Hvor kirkjan er eldri, þessi kirkja Orlygs á Esjubergi eða
kirkjan á Kirkjubæ á Síðu, haíi Ketill fíflski reist þar kirkju
— um það verður ekkert fullyrt. Um niðja Orlygs segir í
Landnámu, að þeir trúðu á Kolumba, »þótt þeir væru óskírðir«.
Mun það eiga að skiljast á þá leið, að þeir hafi að þessu
leyti verið heiðnir, að þeir höfðu ekki tekið skírn (ef til vill
af því að enginn var til að skíra þá), en að hinu leytinu þó
»trúað á Kolumba«, það er: ekki rofið alt samband við
»kristindóminn«, sem hér er aðallega orðinn samband við
þann heilaga Kolumba, í staðinn fyrir Krist.
Auk þessara ættingja Ketils flatnefs nefna heimildir vorar
nokkra kristna landnámsmenn aðra, t. d. þá Jörund kristna
og frænda hans Ásó/f alskik Konálsson. Jörundur bjó á
Akranesi í landnámi föður síns Ketils Bresasonar, þar sem
síðar hét að Görðuni, en nefndist áður Jörundarholt. Hann
hélt vel kristni og gerðist einsetumaður á elliárum. Sumir
ætla, að Ketill faðir Jörundar og Þormóður bróðir hans hafi
líka verið kristnir, en það er tilgáta sem ekki verður sönnuð.
Ásólfur alskik var systursonur Jörundar; bendir Konáls-nafnið
til keltnesks uppruna í föðurætt. Hann kom frá írlandi við
tólfta mann og tók land á Austfjörðum. Hann var, segir
Landnáma, svo mikill alvörumaður í trúarefnum, að hann
»vildi ekki eiga við heiðna menn né mat af þeim
þiggja«. Að þeir fóru tólf saman, gæti bent til þess, að þeir
hafi ætlað sér að stofna hér sambýli að írskum sið, er verða •
mætti stofn kristins safnaðar, er myndaðist fyrir áhrif frá sam-
býlinu. Þeir fengu kaldar viðtökur, þar sem þeir fyrst tóku
land. Þeir héldu því vestur eftir sveitum, unz þeir komu að
garði Þorgeirs hörðska í Holti undir Eyjafjöllum. Settu þeir
þar tjald sitt, en þrír af þeim félögum tóku hér sótt og dóu.
Ekki vildi Þorgeir hafa þá við hús sín, því hann var maður