Prestafélagsritið - 01.01.1922, Síða 88
84 Jón Helgason: Prestafélagsritiö.
mjög heiðinn. Gerði Ásólfur sér þá skála, lítið eitt vestar
undir fjallinu, þar sem síðar heitir að Austasta Skála, og stóð
þar síðar kirkja. Veiðiskapur var mikill í á, sem þar rann úr
fjalli, og lifðu þeir Ásólfur á veiðinni. En þegar Þorgeir sá
hve vel veiddist, taldi hann sig eiga alla veiði, en Ásólf spilla
henni fyrir sér, og bað hann því að hafa sig á brott. Þá flutti
Ásólfur skála sinn enn lengra vestur á bóginn, fyrst að Mið-
skála og síðan að Vestasta Skála. En bændum stóð stuggur
af þeim, því að þeir hugðu þá fjölkunnuga og ráku þá burt
úr sveitinni; en Þorgeir, þótt heiðinn væri, kvaðst ætla, að
þeir væru góðir menn. Hið næsta vor héldu þeir vestur á
Akranes til Jörundar kristna frænda Ásólfs. Dauð Jörundur
honum að vera með sér. En með því að Ásólfur gerðist
meira og meira mannfælinn og vildi engin mök eiga við aðra
menn, þá lét Jörundur gera honum hús á Hólmi hinum ytra
og færði honum þangað matföng. Dvaldist hann þar sem
einsetumaður í guðrækilegum hugleiðingum og við mikið
meinlæti. Hann andaðist að Hólmi og var grafinn þar. Enn
seinna — eftir að kristni var lögtekin — voru bein hans
tekin upp, búið skrín um þau og sett yfir altari, því að hann
þótti verið hafa hinn helgasti maður.
En þótt fleiri séu ekki nefndir meðal landnámsmanná, er
kristinni trú voru fylgjandi, þá má auðvitað gera ráð fyrir að
meðal þeirra hafi verið fleiri kristnir menn, þótt heimildir
vorar láti þeirra ógetið, en nefni þá helzt sem kunnastir voru.
T. d. mundi að sjálfsögðu mega gera ráð fyrir, að allur þorri
þeirra, sem fluttust hingað út á vegum þessara kristnu land-
námsmanna, bæði frjálsir menn og þrælar, hafi og verið
skírðir menn. Meira að segja eru allmiklar líkur til, að allur
þorri innflytjendanna af keltneskum uppruna hafi verið kristnir
eða að minsta kosti staðið nálægt kristinni trú.
Þegar Landnáma gefur þessum kristnu innflytjendum þann
vitnisburð, að þeir hafi haldið vel kristna trú til dauðadags,
þá er ekki nein ástáeða til að vefengja þann vitnisburð. En
eiginlegs trúar-áhuga verður lítið vart hjá þessum mönnum
flestum. Hvergi er þess getið um nokkurn þeirra, að hann