Prestafélagsritið - 01.01.1922, Síða 92
88
Jón Helgason:
Prestafélagsritiö.
oft og einatt í trúarlegu tilliti, sýnir bezt dæmi þeirra Egils
og Gísla Súrssonar. Egill var í raun réttri sami heiðinginn
eftir sem aður. Eins og eg gat um fylgdi primsigningunni sú
skuldbinding að hafna blótum. En Egill skeytti ekki um það
meira en svo, að eftir hólmgönguna við Atla hinn skamma,
þá fórnar hann blótneyti eins og siður var með heiðnum
mönnum. I lífi hans og breytni verður einskis vart þess, er
ráðið verði af, að nokkur sinnaskifti eða lífsstefnubreyting hafi
átt sér stað hjá honum í kristilega átt. Og látinn var hann
heygður að heiðnum sið, þótt seinna væru líkamsleifar hans
til kirkju fluttur og greftraðar þar. Kvæði hans bæði fyr og síðar
voru sterklega mótuð af heiðinglegum hugmyndum og eigi
óvíða kennir þar merkilegs samblands trúar og vantrúar. Um
ættmenn hans hina nánustu er hið sama að segja. Þorgerður
dóttir Egils var algerlega heiðin. »Engan hefi eg náttverð
haft og engan mun eg, fyr en at Freyju«, svarar Þorgerður
Egilsdóttir Asgerði. Til Freyju hygst hún fara er hún deyr.
Þorsteinn bróðir hennar lét að sönnu um síðir skírast, en
ekki fyr en löngu eftir dauða föður síns.
Um Gísla Súrsson segir í sögu hans, að þá er hann kom
til Vébjarga í Danmörku til vetursetu ásamt þeim Vésteini og
Bjálfa, þá hafi þeir félagar látið primsignast, til þess að þeir
gætu verið »í öllu samneyti með kristnum mönnum«. Hvatti
hið sama Gísla til þess sem Egil áður. En Gísli var vitanlega
eftir sem áður heiðinn, nema hvað hann hafnaði blótum. Þó
hefir hann átt í allmiklu hugarstríði og sýnir það, hve kristnu
áhrifin eru orðin mikil á heiðna menn. Gísli var maður
hjátrúarfullur og trúði mjög á drauma. Hugðist hann eiga
draumkonur tvær, aðra velviljaða sér og heilráða, en hina
jafnan hvetjandi til þess, sem ilt er, og dreymdi hann þær
báðar á víxl. Betri draumkonan er bersýnilega hlynt kristinni
trú, enda hvetjandi þess, að hann »fyrirláti fornan sið og öll
blót önnur, nemi enga galdra né fyrnsku, en láti sér farast
vel við halta og blinda og sér minni menn« (II, 22). Endur-
speglar sagan allmikla baráttu í sálu Gísla; honum stendur
ekki á sama um kristnu trúna, en hann getur ekki ákvarðað