Prestafélagsritið - 01.01.1922, Page 98
PresfafélagsritiD.
ALÞÝÐLEGAR BIBLÍUSKÝRINGAR.
Eftir séra Eirík A/bertsson.
Fyrir tveimur árum flutti eg erindi á héraðsfundi Borgar-
fjarðarprófastsdæmis um þetta efni. Vegna þess að rúm
Prestafélagsritsins er takmarkað, tek eg hér aðeins aðaldrætt-
ina úr því erindi. En virðist prestum hugmyndin nýtileg, gefst
sennilega tækifæri til að athuga þetta mál nánar síðar. Að-
eins vil eg geta þess, að þessi tvö ár, sem liðin eru frá því
eg flutti þetta erindi, hafa sannfært mig um, að þetta er gott
mál og gagnlegt. A Hvítárbakkaskólanum, sem eg hefi stjórn-
að þessi tvö ár, hefi eg skýrt alþýðlega og uppbyggilega
nokkur rit nýja testamentisins, og unglingarnir hafa hlustað
og hugsað. Og það er fyrsta sporið.
II.
Eitt einkenni vorra tíma er rannsóknarandinn, sannleiks-
leitin. Innan guðfræðinnar ber einnig á þessu. Ein aðalorsök
hinnar nýju rannsóknarstefnu innan guðfræðinnar var sú, að
þýzkur guðfræðingur, D. F. Strauss, reit bók 1835, er hann
nefndi: »Leben ]esu« (Líf ]esú). Niðurstöður hans voru mjög
neikvæðar. Hann efaði og reyndi að rífa niður til grunna
sanngildi guðspjallanna. Þetta þoldu menn ekki. Guðfræðing-
arnir hröktu hver á fætur öðrum fullyrðingar Strauss, svo að
ekki stendur steinn yfir steini í sleggjudómum hans. A þenn-
an veg hófst rannsóknarstefna sú í guðfræðinni, sem enn er
engan veginn lokið.