Prestafélagsritið - 01.01.1922, Side 99
Prestafélagsritið.
Alþýðlegar biblíuskýringar.
95
En þar sem hún hófst með því að hnekkja óbilgjörnum
dómum á guðspjöllunum, snerist hún eðlilega fyrst og fremst
um lífssögu Jesú í guðspjöllunum. En þá varð að fara Iengra.
Það varð að skygnast aftur í tímann, leitast við að fá sem
gleggstan skilning á sögu Gyðingaþjóðarinnar í heild, frá
upphafi vega. Lífssaga Jesú varð ekki skilin fyllilega nema á
þeim grunni, sem hún birtist á. Bakgrunninum áð lífssviði
hans varð að bregða upp: þjóðfélagslegt, menningarlegt og
trúarlegt ástand Gyðingaþjóðarinnar á þeim tíma, sem Jesús
lifði og starfaði. En alt þetta átti sér rætur í fortíð þjóðar-
innar. Því varð einnig hún að rannsakast.
En Gyðingaþjóðin hafði átt ýmisleg mök og margvíslegt
samneyti við aðrar þjóðir. Frá þeim höfðu því ýmsir straumar
flætt inn í þjóðlíf Gyðinga. Þetta varð og að rannsakast.
Rannsóknin hlaut því áð hvíla á sögulegum grundvelli.
III.
Þjóðverjar riðu á vaðið og eru enn fremstir. Aðrar þjóðir,
t. d. Englendingar, hafa komið á eftir og unnið þrekvirki.
Ekki var unt fyrir aðra en guðfræðilega mentaða menn að
fylgjast með. En mannsandinn er gjöfull. Þeir sem hjá stóðu
og einkis nutu urðu að fá hlutdeild í þeim niðurstöðum, er
fengist höfðu. En þá varð að klæða þær í þann búning, að
leikmenn hefðu þeirra not. Þann búning fengu þær í alþýð-
legum biblíuskýringum.
IV.
Innan íslenzku kirkjunnar hefir nálega ekkert verið gert í
þessa átt. Einstöku ritgerðir hér og þar, en ekki nógu alþýð-
legar, og farið því fyrir ofan garð hjá öllum þorra manna.
En hér er þó um mikilsvert starf að ræða fyrir kirkjuna.
Ritningin er ekki alment lesin, og margir skilja hana ekki,
af því að skilyrðin skortir til þess að hafa hennar full not,
gera sér grein fyrir, hvað þar sé mest um vert.