Prestafélagsritið - 01.01.1922, Blaðsíða 101
Prestafélagsritið.
Alþýðlegar biblíuskýringar.
97
félagslega, menningarlega og trúarlega grundvellinum, sem hún
er vaxin upp af; og hin andlegu og eilífu sannindi hennar
svo samrýmd og samþýdd þeim tímum, sem vér lifum á.
VI.
En nú vaknar eðlilega sú spurning: Hvernig er kleift að
gefa út ritninguna með skýringum, enda þótt ekki sé að ræða
um nema alþýðlegar skýringar? Slíkt myndi kosta ærið fé.
Kostnaðarsamt yrði það. En ókleift er það ekki.
Eðlilegast virðist, að Prestafélagið gengist fyrir þessu og væri
útgefandinn. Félaginu liggur þetta starf nær en nokkrum
öðrum. En Prestafélagið er ungt og fátækt. Vrði því að haga
framkvæmdunum eftir því.
Fyrst ber að gæta þess, að óþarft er að láta prenta biblíuna
með skýringunum. Alveg nóg að vísa til þeirrar útgáfu hennar,
sem menn kæmu sér saman um. Þá yrðu þeir menn innan
Prestafélagsins, er teldust starfinu vaxnir og fúsir væru til
þess að vinna endurgjaldslaust að skýringunum. Og þar sem
gera má ráð fyrir, að þeir séu allmargir, er hefðu bæði vilja
og getu til þess, þyrfti ekki að ofhlaða neinn störfum með
þessu. Hver tæki að sér eitt rit til að skýra. En aðalumsjá
útgáfunnar væri hentast að fela þrem mönnum. Eðlilegast
virðist, að biskup væri einn þeirra. annar frá guðfræðideild
Háskólans. Kysu þeir svo þriðja manninn.
Og ekki þyrfti að fara neitt óðfluga af stað. Byrja jafnvel
ekki í stærri stíl en svo, að eitt rit biblíunnar væri gefið út
fyrsta árið. Ef vel gengi mætti smátt og smátt færast í aukana.
Þar sem sjálfgefið er, að útgáfu þessari yrði þannig af
fjárhagslegum ástæðum markaður bás, að minsta kosti fyrst í
stað, er sjálfsagt, að gamla testamentið yrði látið sitja á
hakanum. Nýja testamentið hefði forgangsréttinn. Byrjað á
guðspjöllunum og haldið svo áfram þar til því væri lokið.
Gengi þeita alt greiðlega, sem ástæða virðist til að ætla,
og skýringar á ritum nýja testamentisins seldust vel og
Prestafélaginu yxi fiskur um hrygg, væri ákjósanlegt að safna
7