Prestafélagsritið - 01.01.1922, Síða 106
Prestafélagsritið.
SIGUR OG HNIGNUN MÚHAMEÐS-
TRÚARINNAR.
Eftir rithöfund Age Meyer Benedictsen.
Islam er eini sókndjarfi, og um langt skeið ægilegi óvinur,
er vor hellensk-kristna menning hefir átt að mæta á sigurför
sinni um heiminn, kenning Arabaspámannsins, sem, eins og
menn vita, er grein út frá sama stofni, guðshugmynd Gyð-
inga, sem kristindómurinn er vaxinn upp af og hefir full-
komnað. — játendur Islams hafa skotið Norðurálfunni skelk í
bringu með endurteknum árásum, sneitt af henni mikla lands-
hluta og öldum saman verið arfþegar Rómverja í löndunum
umhverfis Miðjarðarhafið. Það var ekki fyr en á tímum kross-
ferðanna, að Norðurálfan gat varist frekara tjóni, en þótt
óvinurinn ljeti undan síga og misti lönd vestur á Spáni, þá
lenti alt austurrómverska ríkið í höndum hinna herskáu Tyrkja,
er tekið höfðu Múhameðstrú. Það er ekki lengra en 239 ár
síðan að Vínarborg, miðdepill og meginstöð Norðurálfunnar,
nötraði fyrir árásum Tyrkja. Fyrir nútíðarmenn er þetta ekki
annað en ömurlegar minningar; hervald Islams virðist brotið
á bak aftur og eiga sér ekki viðreisnar von. Islam ræður nú
sem stendur ekki yfir einu einasta voldugu ríki, né skipuleg-
um herafla, er aðrir hafi beyg af; en alt um það er hin ytri
barátta ekki úti, og ennþá síður hin innri. Islam er sem milli
brotsjóa; hvort þeir færa hana í kaf er annað mál, en á
meðan sjöundi hluti mannkynsins er alinn upp við þá kenn-
ingu, að Múhameð og enginn annar hafi flutt sannleikann um
líf og dauða, um Guð og eilífð, eru játendur hans veldi, er
taka verður tillit til. —
Það er tilgangur minn með eftirfarandi lýsingu að benda á