Prestafélagsritið - 01.01.1922, Síða 107
Prestaféiagsritið. Sigur og hnignun Múhameðstrúar.
103
þau andlegu öfl, er vakið hafa þessa hreyfingu, og gera grein
þess, hvað veitt hafi henni sigur og síðar dregið úr mætti
hennar og valdið hnignun.
I.
Aldrei hefir trúarleg herhvatning haft í för með sér jafn
stórfeldar sigurvinningar og þegar Islam skar upp herör.
Hundrað árum eftir dauða Múhameðs réðu eftirkomendur
hans yfir ríki, sem var stærra en Rómaveldi, þegar það var
stærst. Þeir bygðu bænahús, musteri, í Kína, á Spáni, í Persa-
landi og Indlandi.
Tveimur öldum eftir flótta spámannsins, hedjra, var nafn
hans nefnt með viðlíka lotningu og hins eina sanna Guðs, alt
frá Gíbraltar-sundinu til Kyrrahafsins, og kallarar hrópuðu
það frá þúsundum bænahústurna, alt frá Norður-Turkestan til
Ceylon og Zansibar. Sýrland, Mesopotamía, Litla-Asía og
Norður-Afríka, æskuheimkynni kristnu trúarinnar, gengu Mú-
hameðstrúnni á vald.
Á Persalandi var kristna trúin að ná yfirtökunum á 5. öld,
en Múhameðstrúin hafði betur á 7. öld.
En Islam hefir ekki aðeins unnið stórfelda sigra með
sverðseggjunum og með því að ægja andstæðingum, heldur
einnig með trúboði.
Á Indlandi, þar sem kristin trú var boðuð þegar á 4. öld,
og nálægt 4 miljónir kristinna manna búa, hefir Islam, sem
var boðuð á 11. öld, yfir 60 miljónir játenda. Til Malakka og
Sumatra hefir Islam borist og þaðan til ]ava. í Kína eru a.
m. k. 30 miljónir Múhameðsmanna, einkanlega í Kansu, Set-
juan og Jynnan.
En mestur er sigur Islams í Afríku og vænlegastar eru
framtíðarhorfurnar þar. Það virðist nærri því svo sem þessi
trúarbrögð hafi leyst trúarþörf svarta kynflokksins úr læðingi.
Fjöldi Múhameðstrúarríkja hafa komist á fót meðal Svertingja.
Á 11. öld hófst slíkt ríki við Tsadvatnið, og á 14. öld var
mikill hluti æðri stéttanna í Vestur-Afríku orðinn Múhameðs-