Prestafélagsritið - 01.01.1922, Blaðsíða 108
104 Áge Meyer Denedictsen: PrestaféiagsritíB.
trúar. — Nú getur sá, sem ferðast um landflæmið mikla frá
Guineaflóa alla leið til Nílár, heyrt kallarana kvöld eftir kvöld
hvetja »hina trúuðu« til bænar til Guðs Múhameðs.
Sennilegt þykir, að af nál. 170 miljónum íbúa Afríku, séu
yfir 70 miljónir Múhameðstrúar.
Talið er að Múhameðsmenn um alla heimsbygð séu nú
nálægt 240 miljónum. —
Þeir menn, sem ekki láta sér minna nægja en óræka rök-
stuðningu fyrir gangi sögunnar og helzt vilja líta á alla at-
burði frá kristilegu sjónarmiði, geta litið svo á, að hinn mikli
sigur Islams yfir sálum mar.na sé óskiljanlegur, jafnvel hneyksl-
anlegur. — Þá er kristna trúin hefir verið starfandi í 600 ár,
kemur þetta bálviðri svo að allir bresta flóðgarðar fyrir! En
vert er að minnast þess, að hin fyrstu voldugu áhlaup Islams
áttu sér stað í því rökkri og upplausn siðmenningar, sem
leiddi af þjóðflutningunum og því, að vestur-rómverska ríkið
leið undir lok. Og þó er enn óleyst úr því, hvernig stendur
á sigurvinningum Islams á andlega svæðinu og á því, að
þessi trúarbrögð vinna sigur á kristindóminum á stórum trú-
boðssvæðum. — Það hefir margur haft mætur á að hugsa
sér Islam sem inngöngudyr til kristnu trúarinnar, en stað-
reyndirnar hafa ekki ennþá mælt með þeirri skoðun; um það
vottar alt kristniboð sem reynt hefir verið í Múhameðstrúar-
löndunum. Boðun kristindómsins hefir farið þar líkt og brimi
við sand.
Múhameðstrúarmaður lítur líkum augum á þá, er taka
kristna trú, og kristinn maður á þá trúbræður sína, er tækju
Gyðingatrú. Það væri að hverfa aftur til liðins tíma, það væri
að láta sigrast af því, sem sigrað er. Islam skoðar kristnu
lrúna eins og áður fengna ófullkomna opinberun; Islam sé
hin fullkomna.
Frá blautu barnsbeini sér Múhameðsmaðurinn í bænhúsi
sínu tvo samanvafða fána standa undir »member«, ræðustóln-
um. Þeir tákna »hin sigruðu trúarbrögð«, Gyðingatrú og
kristnu trúna. Það getur heldur ekki vakið mikla lotningu fyrir