Prestafélagsritið - 01.01.1922, Síða 111
Prestaféiagsritið. Sigur og hnignun Múhameðstrúar. 107,
pálmalundunum á ]ava alla leið til héraðanna lengst mót
vestri, þar sem sólargeislarnir leika sér á hafinu: — Magreb
el Aksa — Marokko. —
»Mikill er Guð, mikill er Guð!
Eg vitna, að enginn Guð er til nema Guð!
Eg vitna, að Múhameð er spámaður Guðs!
Kom til bænar, kom til bænar!
Komdu þangað sem þú ert óhultur. Bæn er betri en svefn!
Mikill er Guð! Enginn Guð er til nema G«d/«
Á þessa leið hafa verðir Islams hrópað til hinna trúuðu
öld eftir öld á arabiska tungu, nákvæmlega með hinum sama
helga hljómi. Niðurlagsorðin: »Lá illa ha ill állah«, geta haft
á sér slíkan hrífandi hljómblæ, sem væri það sannleikurinn
sjálfur!
Hernaðarbragurinn hjá játendum Islams kemur Ijóslega
fram við guðsþjónustur þeirra. Fjöldinn, oft þúsundir manna,
biðjast fyrir í einu og sama andartaki og með sömu hreyf-
ingum og látbragði samkvæmt settum reglum, er nefnast
»rika’a«. Það hefir undraverð áhrif, jafnvel á »vantrúaða«, að
sjá í musterisgarðinum mikla í Delhi, ógrynni fólks, oftlega
10—20 þúsundir manna, hreyfast í bylgjum eins og korn-
stengur á akri, undir stjórn bænarstjórans. Þeir skilja þá
skipun spámannsins um að biðja í sameiningu. »Margfalt betri
er sú bæn, sem þú biður með söfnuðinum, en sú, sem þú
biður í einrúmi«. ]átendur Islams biðja ekki í leyndum. Islam
er hóptrú. Alláh virðist aldrei nálægur einstaklingnum, en
situr máttugur á veldisstóli sínum og 99 ber hann nöfnin
— þessvegna eru 99 perlur í talnabandi Múhameðsmanna.
Hann er fjarlægur, en ríkur af náð, altof óskiljanlega mikill
til að nálgast einstaklinginn, en engu að síður öðlast hinn
biðjandi fróun og traust á því, að bæn hans verði heyrð, því
að þegar bænin er borin fram af þúsundum manna í einu,
þá hlýtur Alláh að heyra. — Það er enginn efi á því, að
þegar Islam vann sigur hjá viltum eða hálfviltum skrælingja-
lýð, hefir það meðfram verið að þakka þeim tignarblæ og
töframagni, sem tungumál Araba hefir í sér fólgið, það hefir