Prestafélagsritið - 01.01.1922, Page 116
112 Áge Meyer Benedictsen: Prestafélagsritið.
Það má ekki gera lítið úr vísindum Islams. Lærðir Mú-
hameðsmenn hafa auðgað heiminn að ómetanlegum þekkingar-
fjársjóðum í eðlisfræði, efnafræði, stjörnufræði, læknisfræði og
stærðfræði. Það var aðallega háspekilegur, trúbundinn hugsunar-
háttur, sem réð hjá þeim, þó ekki að öllu leyti, — og var
þessu' ekki Iengi líkt varið einnig á Vesturlöndum? — Það
voru Múhameðsmenn, sem ákváðu halla sólbrautarinnar að
miðjarðarlínunni, reiknuðu út lengdina á mælistigum jarðar og
ákváðu hvirfildepil og ildepil himinhvolfsins. Abul Wafa inn
leiddi snertilínuna í stærðfræðina — »algebra« er arabiskt
orð! I efnafræðinni eru ýms orð, sem minna á starfsemi
Araba, svo sem Alkali, Alkohol, Eleksir.
Veröldin er enn í þakkarskuld við Múhameðstrúarlækninn
Avicenna, fyrir það að hafa fyrstur manna sýnt að unt var
að skera vagl af auga, og við eðlisfræðinginn Biruny, sem
ákvað fyrstur eðlisþyngd hluta, um það leyti sem Sveinn
Ástríðarson var konungur í Ðanmörku; kenninguna um ljós-
brotið eigum vér einnig Múhameðstrúarmanni að þakka.
Þegar ölturu rómversku menningarinnar voru fallin og hún
komin á ringulreið, sótti menning Islams í spor hennar,
hreykin af fengnum sigri. Hinir voldugu drotnarar Islams, er
höfðu yfir að ráða skipulegu herliði, héldu hlífiskildi yfir þeim,
sem unnu með anda og hendi. Spánverjar, Sikileyingar,
Norður-Afríkumenn, Egiptar, Sýrlendingar, Grikkir, Persar
og ekki sízt Gyðingar leituðu hælis í tjöldum Araba, og jók
það framsóknarhugann og eldmóðinn, að fullur friður ríkti í
landi, og að virðing var borin fyrir andans yfirburðum.
Alt er þetta nú fyrir löngu Iiðið. Menningu Islams má líkja
við kyndil, sem blossar upp á hátíðarnóttu, dvínar svo og
sloknar með morgni, eða við stjörnu, er skýtur upp úr ókunnu
himindjúpinu, sendir frá sér glitrandi birtu, en bliknar aftur
og hverfur.