Prestafélagsritið - 01.01.1922, Side 118
114 Áge Meyer Benedictsen. PrestaféiagsritiD.
skelft Islams löndin og tvístrað þjóðum þar. Er bent á menn
eins og Djengiskhan og Tamerlan og vilta þjóðflokka þeirra.
Til þessa er því einu að svara, að menning Norðurálfunnar
hefir einnig fengið hvert áfallið á fætur öðru, en heilbrigður
innri kraftur stenzt allar ytri byltingar. Kúrdinn, svo viltur
sem hann er, á sér orðtak, er segir: Kuerme dar z dar ne
bi, zewál e dar nine. »Sá einn ormur, sem kemur frá mergi
trésins, veldur því falli«. —
Ormurinn í lslam er innanað!
Islam hefir ekki átt í sér framsóknaraflvakann.
Ein af aðalorsökunum til ytri framfara Norðurálfunnar hefir
verið þrá lægri stéttanna eftir birtu og frelsi, sú stéttabarátta,
sem hefir verið og er ennþá aðalþátturinn í sögu Vesturlanda
heima fyrir.
Islam hefir ekki haft af neinum aðli að segja, er svo megi
nefna, engum æðri stéttum, sem vér mundum kalla svo, er
þar til að dreifa. Þar hafa allir átt sama kost á að veita viðtöku
því, sem lífið hefir að bjóða. »Lukkan leikur sér við alla«.
Islam má líkja við hafið, ýmist í stormi eða logni. — »Evrópa«
er eins og fljót, rennandi ýmist hægt og hljóðlega, eða með
dunum og dynkjum, en ávalt á framrás, hvort sem það rennur
um þrengsli eða flatneskjur. — Vfir Evrópu hafa stundaslög
tímans hljómað; í Austurlöndum er tíminn langar og hægar
eilífðaröldur.
Það sem hér hefir sagt verið er þó aðeins skýringartilraun;
en skýra verður sjálfan ölduganginn og hið tilbreytingarlausa
í Islam.
Megintjón Islams er þá sennilega það, að „trúarbrögðin
eru samvaxin ríkinu“. Kóraninn hefir aldrei stefnt að aðgrein-
ingu á því, sem Guðs og keisarans væri. I Vesturlöndum
hefir kristna kirkjan verið veldi í ríkinu, en ríkið sjálft hefir
hún aldrei orðið, eins og Islams-kirkja varð. Kirkjan hefir
hjá oss umbreytt ríkinu og haft margvísleg mótandi áhrif á
það, en í Islam á ríkið til hennar rót sína að rekja.
Á Vesturlöndum má vel hugsa sér ríki án kirkju, enda